A A A
  • 1926 - Jökull Sigtryggsson
  • 1946 - Katrín Eiríksdóttir
  • 1979 - Sólveig Eirný Sveinsdóttir
09.07.2014 - 16:04 | Bergþóra Valsdóttir

Námskeið fyrir áhugafólk um fornleifar


Sunnudaginn 13. júlí frá kl. 14:00 til 21:00 og mánudaginn 14. júlí frá morgni til kvölds, verður haldið námskeið um fornminjar og meðhöndlun þeirra í Grunnskólanum á Suðureyri. Fornminjafélag Súgfirðinga stendur fyrir námskeiðinu í samstarfi við Minjastofnun Íslands og Náttúrustofu Vestfjarða. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir það hvernig sjálfboðaliðar og áhugafélag geta staðið að því að skrá og kortleggja fornminjar. Á námskeiðinu verður m.a. farið á vettvang og jörðin á Stað í Staðardal í Súgandafirði verður notuð sem dæmi um hvernig staðið er að því að skrá fornminjar á einni jörð. Einnig verður farið yfir verndun og umgengni við fornminjar en eins og vitað er þá liggja merkilegar fornminjar undir skemmdum á Vestfjörðum. 

Skráning og kortlagning er fyrsta skrefið í að meta fornminjar og er grunnur að uppgreftri eða frekari vinnslu. Strangar reglur gilda um meðhöndlun fornleifa og eingöngu fagfólk má vinna við að grafa eftir þeim. 
Námskeiðið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á því að taka þátt í að vinna sem sjálfboðaliðar að kortlagningu og varðveislu fornminja á Vestfjörðum. Þetta námskeið er hvalreki fyrir allt áhugafólk um fornleifar og leiðbeinendurnir eru með færustu sérfræðingum landsins.

Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á eythor@thekkingarmidlun.is eða sendið honum póst á fésbókinni.
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30