A A A
  • 1975 - Þuríður Steinarsdóttir
  • 1991 - var golfklúbburinn Gláma stofnaður
17.08.2016 - 22:47 | Vestfirska forlagið,Ungmennafélag Íslands

Næstum 100 manns keppa á Íslandsmóti 60+ í pútti

Púttvöllurinn við Hlíf á Ísafirði.
Púttvöllurinn við Hlíf á Ísafirði.

Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) heldur sína árlegu púttkeppni fyrir 60 ára og eldri fimmtudaginn 18. ágúst kl.13.00 á púttvelli Reykjanesbæjar við Mánaflöt.

 

Púttklúbbur Suðurnesja hefur allan veg og vanda að mótinu ásamt stjórn FÁÍA. Mæting á púttvöllinn er kl 12.30, en þar verður skipt í ráshópa.

 

Til leiks eru skráðir 95 keppendur frá 11 félögum um land allt.

 

Mótið er keppni milli einstaklinga, karla og kvenna, en einnig liðakeppni.

 

Keppendur er óheimilt að æfa á púttvellinum klukkutíma fyrir mót.

 

Hver félagsmiðstöð eða aðrir staðir þar sem aldraðir æfa pútt geta sent keppendur/lið. 

 

Í hverju liði/sveit skulu vera 4 leikmenn. Einstaklingar án liðs geta skráð sig í einstaklingskeppnina.

 

 

Helstu upplýsingar um púttkeppnina í Reykjanesbæ:

 

Dagsetning: Fimmtudaginn 18. ágúst 2016.

 

Staður: Púttvöllur Reykjanesbæjar við Mánaflöt v/sjúkrahúsið.

 

Timasetning: Mótið hefst kl. 13.00, mæting 12.30. Áætlað að því ljúki um kl. 16.00

 

Keppnisfyrirkomulag: Keppt í einstaklings- og sveitakeppni,  4 skipa sveitina. Leiknar eru 2 x 18 holur


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30