A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
13.04.2017 - 07:12 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

NÝIR EIGENDUR AÐ -VAGNINUM Á FLATEYRI-

Vagninn á Flateyri. Ljósm.: BIB
Vagninn á Flateyri. Ljósm.: BIB

Ein frægasta krá landsins, Vagninn á Flateyri, hefur nú fengið nýja eigendur. Hinir nýju eigendur eru þrenn pör sem öll eiga hús á Flateyri þar sem þau dvelja hluta úr ári. Eigendur Vagnsins eru þau Sindri Páll Kjartansson og Arnþrúður Dögg Sigurðardóttir, Hálfdán Pedersen og Sara Jónsdóttir ásamt Geir Magnússyni og Ragnheiði Ólafsdóttir.

Fólk hefur komið saman og skemmt sér á Vagninum allt frá því árla á níunda áratug síðustu aldar og er staðurinn hlaðinn minningum í hólf og gólf. Segjast hinir nýju eigendur að þeim þyki afar vænt um eyrina og stefna þau á endurbætur og uppbyggingu á Vagninum með tíð og tíma, en áherslan hið fyrsta verði á að fá slátt í þetta hjarta Flateyrar með ýmsum hætti.

Nýir eigendur eru ekkert að tvínóna við hlutina og verður heilmikið fjör á Vagninum um páskana. Í gærkvöldi var þar gleðisveitin F1-Rauður með flateyrskt sveitaball, eins og þau gerast best. Á skírdag verður þar svo kallað gleðigutl, sem ku vera íslenskun á því fyrirbæri sem oftast gengur undir því enska heiti „Happy hour“ og þá verður einnig pöbbagisk undir stjórn Ó-Love, þar sem unnið er út frá þemanu töff fólk, tónlist og tilfinningar.

Á miðnætti föstudagsins langa verða þar engir aðrir en KK band með 25 ára afmælistónleika, en um þessar mundir eru liðin 25 ár frá því er platan Bein leið rataði beina leið inn í hjörtu landsmanna. Þar munu án efa margir fara saman í ferðalag niður minningastræti því KK og hljómsveit voru duglegir að heimsækja Vagninn í þá daga sem frægðarsól Beinnar leiðar reis sem hæst.

Vagngleðin heldur áfram á laugardag með gleðigutli seinnipartinn og skífuþeytingum síðar um kvöldið og eftir miðnætti á páskadag verður þar að finna, að sögn aðstandenda, heilagan anda, trúnó, tóna og tilboð á barnum.

Eftir páskafjörið leggst Vagninn í stuttan dvala að nýju en í maí verður skrúfað frá dælunum að nýju og bætist svo snæðingur við í byrjun júní og verður á boðstólnum út sumarið.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31