A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
10.05.2009 - 23:56 | JÓH

Myndir af eldiskvínni á Haukadalsbót

Hafsteinn að kasta fóðrinu til silunganna. Mynd: JÓH
Hafsteinn að kasta fóðrinu til silunganna. Mynd: JÓH
Um síðastliðna páska fékk undirrituð að fara með í ansi skemmtilegt ferðalag í Haukadalsbótina með Hafsteini Aðalsteinssyni, einum umsjónarmanni fiskeldiskvíarinnar sem Dýrfiskur ehf. gerir út. Tilgangur ferðalagsins var að gefa regnbogasilungunum, þeim 30 - 40 þúsundum sem eru í kvínni, fóðrið sitt. Silungarnir fá kögglafóður daglega þar sem uppistaðan er mest megnis loðnumjöl og vítamín, og borða um og yfir 50 kg. á dag. Enda veitir ekki af, vonir standa til að fiskarnir fari í slátrun seinni part sumars. En það er fleira sem þarf að gera en að gefa þeim að borða. Það þarf að mæla sjóndýpt og hitastig vatnsins, og hirða þá silunga sem hafa gefist upp. Þeir voru reyndar ekki margir í þetta skiptið og eru yfirleitt ekki, þeir virðast dafna ansi vel í söltum sjó.

Fleiri myndir af eldiskvínni eru í myndaalbúminu

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31