06.01.2018 - 09:11 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Mugison fær listamannalaun í heilt ár - Elfar Logi í hálft ár og Vilborg í 9 mánuði
Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, er í hópi þeirra tónskálda sem fá listamannalaun í heilt ár.
Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutana listamannalauna árið 2018. Þær starfa skv. lögum (57/2009) og reglugerð (834/2009) um listamannalaun, þar sem kveðið er á um að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun.
Til úthlutunar eru 1.600 mánaðarlaun, sótt var um 9.053 mánuði. Árangurshlutfall sjóðsins er því 18%, ef reiknað er eftir mánuðum. Alls bárust 852 umsóknir um starfslaun frá einstaklingum og hópum. Umsækjendur voru samtals 1.529. Úthlutun fengu 369 listamenn.
Starfslaun listamanna eru 377.402 kr. á mánuði samkvæmt fjárlögum 2018. Um verktakagreiðslur er að ræða.