01.08.2016 - 20:59 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið
Mikil ánægja með nýjan forseta
Hundruð komu saman á Austurvelli til að fylgjast með formlegri embættistöku nýs forseta, Guðna Th. Jóhannessonar í dag, mánudaginn 1. ágúst 2016.
Andrúmsloftið við þinghúsið var þægilegt og veður gott; logn og hlýtt.
Mikil ánægja virtist með nýjan forseta.
Andrúmsloftið við þinghúsið var þægilegt og veður gott; logn og hlýtt.
Mikil ánægja virtist með nýjan forseta.
Guðni var kjörinn forseti þann 25. júní síðastliðinn. Hann er íslenskur sagnfræðingur og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1987. Síðar nam hann sögu og stjórnmálafræði við Warwick-háskóla í Englandi og útskrifaðist með BA gráðu árið 1991. Hann lauk meistaranámi í sagnfræði við HÍ árið 1997. Tveimur árum síðar lauk hann MSt-gráðu frá Oxford háskóla.
Guðni er kvæntur Elizu Reid frá Kanada og eiga þau fjögur börn. Guðni á dóttur af fyrra hjónabandi.