29.07.2017 - 08:14 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Fréttablaðið,Björn Ingi Bjarnason
Merkisatburður - Minnisvarði um Kollabúðarfundina afhjúpaður þann 29. júlí 1979
Þann 29. júlí 1979 var afhjúpaður minnisvarði um Kollabúðafundi í Þorskafirði.
Á þeim fundum ræddu Vestfirðingar stefnumálin 1849 til 1895.
Þegar komið er niður í byggð af Þorskafjarðarheiði, liggur leiðin yfir Músará fram hjá hinum forna þingstað, þar sem Þorskafjarðarþing voru háð.
Kollabúðarfundir voru haldnir á Músaráreyrum um og eftir miðja 19. öld. Voru þeir tilraun til þess að vekja að nýju í breyttri mynd, forna þjóðhætti og stuðluðu vafalaust að því að endurvekja sjálfstæðisþrá og fornan þjóðarmetnað.