A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
24.11.2017 - 07:14 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson

Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson (1917 - 1983).
Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson (1917 - 1983).
Þor­varður Kjer­úlf Þor­steins­son fædd­ist á Eg­ils­stöðum 24. nóvember 1917. For­eldr­ar hans voru Þor­steinn Jóns­son, kaup­fé­lags­stjóri Kaup­fé­lags Héraðsbúa í Her­mes á Reyðarf­irði, og Sig­ríður Þor­varðardótt­ir Kjer­úlf, hús­freyja í Her­mes.

Þor­steinn var son­ur Jóns Bergs­son­ar, bónda, kaup­manns, pósts- og sím­stöðvar­stjóra og loks kaup­fé­lags­stjóra á Eg­ils­stöðum, og k.h., Mar­grét­ar Pét­urs­dótt­ur hús­freyju.

Sig­ríður var dótt­ir Þor­varðar Andrés­son­ar Kjer­úlf, lækn­is og alþing­is­manns á Ormars­stöðum í Fell­um, og s.k.h., Guðríðar Ólafs­dótt­ur Hjaltested hús­freyju. Seinni maður henn­ar og stjúp­faðir Sig­ríðar var Magnús Blön­dal Jóns­son, prest­ur í Valla­nesi.

Þor­varður var bróðir Þor­geirs, lög­reglu­stjóra á Kefla­vík­ur­flug­velli, föður Her­dís­ar fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðanda, og bróðir Jóns, föður Ei­ríks Jóns­son­ar fjöl­miðlamanns.

Börn hans og Önnu Einarsdóttur, fyrri eiginkonu hans, eru:

Einar - fv. umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi.

Sigríður - verslunamaður (rak og átti um árabil verslunina Pipar og salt á Klapparstíg).

Margrét - hjúkrunarfræðingur.

Guðbörg Anna - dýralæknir (Dýralæknastofa Dagfinns)

Þorsteinn - búnaðarráðunautur.

Með Ólafíu Þorvaldsdóttur, fv. sambýliskonu átti hann tvær dætur, þær eru

Dagbjört Þyri - hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri

Þórunn - verslunarmaður

Með seinni eiginkonu sinni, Magdalenu Thoroddsen átti hann tvær dætur, þær eru:

Ólína Kjerúlf - þjóðfræðingur, fv. alþingismaður og skólameistari

Halldóra Jóhanna - prófastur í Suðurprófastdæmi.

Þá eignaðist hann ungur að aldri dótturina Dýrfinnu sem skrifuð er Jónsdóttir og búsett á Selfossi.

 

Þor­varður lauk stúd­ents­prófi frá MA 1938, embætt­is­prófi í lög­fræði frá HÍ 1944 og fékk hdl-rétt­indi 1950. Hann hóf störf í at­vinnu- og sam­göngu­málaráðuneyt­inu 1944, varð full­trúi þar 1946 og deild­ar­stjóri 1971 og starf­rækti lög­manns­stofu í Reykja­vík um skeið sam­hliða störf­um í ráðuneyt­inu.

Þor­varður var bæj­ar­fóg­eti og sýslumaður á Ísaf­irði 1973-83 er hann baðst lausn­ar af heilsu­fars­ástæðum.

Um Þor­varð seg­ir Ármann Snæv­arr í minn­ing­ar­grein: „Hann var að eðlis­fari og öllu geðslagi friðsam­ur maður, ró­lynd­ur og æðru­laus, þótt á móti blési, maður með ríka rétt­lætis­kennd, trygg­ur og góður fé­lagi, hrein­lynd­ur og hrein­skipt­inn.“


Þor­varður lést 31. ágúst 1983.

 

Morgunblaðið.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31