A A A
  • 1997 - Ragnhildur Anna Ólafsdóttir
  • 2000 - Andrea Sif Bragadótir
28.04.2017 - 06:39 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Skúli Halldórsson

Skúli Halldórsson (1914 - 2004).
Skúli Halldórsson (1914 - 2004).
« 1 af 2 »
Skúli fædd­ist á Flat­eyri við Önund­ar­fjörð 28. apríl 1914. For­eldr­ar hans voru Hall­dór G. Skúla­son, lækn­ir í Reykja­vík, og Unn­ur Skúla­dótt­ir Thorodd­sen hús­móðir.

Móðir Hall­dórs var Mar­grét Eggerts­dótt­ir, bónda á Fossi í Vest­ur­hópi, bróður Helgu, lang­ömmu­Björg­vins Schram, for­seta KSÍ, föður Ell­erts B. Schram, fyrrv. for­seta ÍSÍ og fyrrv. rit­stjóra og alþing­is­manns.

Unn­ur var syst­ir Guðmund­ar lækna­pró­fess­ors, Katrín­ar, alþm. og yf­ir­lækn­is, Krist­ín­ar, yf­ir­hjúkr­un­ar­konu og skóla­stjóra, Bolla borg­ar­verk­fræðings og Sig­urðar verk­fræðings, föður Dags skálds og afa Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur mennta­málaráðherra.

Unn­ur var dótt­ir Skúla Thorodd­sen alþm. og Theo­dóru Thorodd­sen skáld­konu. Bróðir Skúla var Þórður, faðir Em­ils Thorodd­sen tón­skálds.

Eig­in­kona Skúla var Stein­unn Guðný Magnús­dótt­ir sem lést 1997, en börn þeirra eru Magnús arki­tekt og Unn­ur fiski­fræðing­ur.

Skúli lauk prófi frá VÍ, prófi í kontra­punkti, tón­smíðum og út­setn­ingu frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík 1947 og prófi í pí­anó­leik frá sama skóla 1948.

Skúli var skrif­stofumaður hjá SVR 1934-44 og skrif­stofu­stjóri þar til 1985. Hann kenndi pí­anó­leik 1948-52, var und­ir­leik­ari hjá fjölda óperu­söngv­ara og leik­ara.

Skúli er í hópi þekkt­ustu ís­lenskra tón­skálda síðustu ald­ar. Hann samdi á annað hundrað söng­lög, svo sem Smaladrenginn og Smalastúlkuna, um tutt­ugu hljóm­sveit­ar­verk og kammer­verk og um tíu pí­anó­verk. Þá komu út eft­ir hann tólf söng­lög við ljóð Jóns Thorodd­sen og tíu söng­lög við ljóð Theo­dóru Thorodd­sen.

Hann fékk verðlaun frá Rík­is­út­varp­inu fyr­ir laga­flokk sinn við ástar­ljóð Jónas­ar Hall­gríms­son­ar.

Skúli var í stjórn Tón­list­ar­fé­lags­ins og STEF í tæp 40 ár, var formaður STEF í 20 ár og sat í stjórn BÍL í ára­tug.

Skúli lést 23. júlí 2004.

 

Morgunblaðið 28. apríl 2017.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30