A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
26.09.2017 - 19:42 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Oddur Friðriksson rafvirkjameistari - Aldarminning

Oddur Friðriksson (1917 - 1990).
Oddur Friðriksson (1917 - 1990).

Minning: (Fá árinu 1990). Oddur Friðriksson rafvirkjameistari
Þann 1. febrúar sl. varð bráðkvaddur utan við hús sitt á Ísafirði Oddur Friðriksson, rafvirkjameistari og iðnskólakennari. Útför hans ferfram laugardaginn 10. febrúar.
Oddur var meðal brautryðjenda á sviði rafvirkjunar á Vestfjörðum í hálfaöld, en á þeim tíma má segja, að hér sem víðar hafi rafiðnaður verið veigamikil undirstaða framfara, einkum í sjávarútvegi. Saga hans er saga íslensks alþýðumanns, sem þyrsti í að tileinka sér hina rómuðu, nýju tækni og tókst það með miklumágætum.

Minningarorð Björns Teitssonar á útfarardegi Odds Friðrikssonar 10. febrúar 1990.

 

Oddur Friðriksson fæddist 26. september 1917 í Fremri-Breiðadal í Önundarfirði. Að honum stóðu vestfirskar ættir. Foreldrar Odds voru hjónin Guðbjörg Guðmundsdóttir og Friðrik Guðmundsson. Systkini Odds voru 12 að tölu, en sum þeirra munu hafa dáið í æsku. Friðrik var bóndi um skeið, en flutti síðar til Flateyrar. Hann var ágætur smiður bæði á tré og járn, og var m.a. þekktur fyrir að smíða fjöldann allan af spuna rokkum.

Oddur ólst ekki upp hjá foreldrumsínum nema að litlu leyti. Þegar spænska veikin barst til Vestfjarða haustið 1918 var honum komið í fóstur á næsta bæ, Ytri-Veðrará í Önundarfirði. Næstu árin ólst hann þar upp við gott atlæti hjá hjónunum Guðrúnu Ingibjörgu Jónsdóttur og Jóni Guðmundssyni búfræðingi.

Oddur var varla kominn af unglingsaldri þegar hann fór til Flateyrar á vélanámskeið. Síðan vann hann þarí kauptúninu á verkstæði hjá Ásgeiri Guðnasyni um hríð.

Þegar sett var upp frystihús á Flateyri, líklega rétt um 1940, fór Oddur að vinna sem vélamaður við það.

Árið sem lýðveldið var stofnað, 1944, flutti Oddur ásamt fjölskyldu sinni til Ísafjarðarkaupstaðar og hóf jafnskjótt nám þar í rafvirkjun hjá Þórði Finnbogasyni. Hann tók sveinspróf í ágúst 1948, en meistarapróf fékk hann 1954.

Oddur vann þessi ár hjá Þórði Finnbogasyni og síðan á raftækja verkstæðinu Neista. Árið 1960 setti Oddur upp sitt eigið raftækjaverk stæði sem hann rak í 22 ár, lengst af í Silfurgötu 5 á Ísafirði. Hann sinnti mjög þörfum flotans og var m.a. þekktur fyrir vel heppnaðar viðgerðir á ratsjám. Hann var um talsvert skeið því nær eini ísfirski rafvirkinn sem fékkst við það með góðum ár angri að vinda upp rafmótora. Yfirhöfuð þótti Oddur einstaklega laginn við alls konar viðgerðir, enda bjó hann yfir mjög mikilli og alhliða reynslu á sviðið rafvirkjunar.

Í september árið 1982 var Oddur Friðriksson ráðinn húsvörður við Iðnskóla Ísafjarðar, sem var þá til húsa í um það bil 550 m húsnæði í húsi Vestra hf. við Suðurgötu í Neðstakaupstað. Oddur rækti húsvarðarstarf ið til dauðadags af samviskusemi og heiðarleika.

Í ársbyrjun 1984 var Oddur fenginn til þess að skipuleggja kennslu í grunndeild rafiðna við Iðnskóla Ísafjarðar. Um þetta hafði hann samráðvið kennara við Iðnskólann í Reykjavík. Jafnframt þessu skipulagsstarfi fór hann að kenna rafiðn aðargreinar við Iðnskólann. Var hann sem kennari settur í fullt starf allt til hausts 1987, er hann varð sjötugur, en taldist síðan stundakennari og kenndi eftir sem áður fulla kennslu. Mest kenndi hann ávallt nemum í grunndeild rafiðna, á fyrsta námsári, en einnig kenndi hann nemum á öðru ári. Oddur var mjög þolinmóður við kennsluna og hafði einstaklega gott lag á nemendum. Þeir dáðu hann, enda voru þeir ekki vanir að koma að tómum kofunum hjá honum, því hann bjó yfir óvenjulegri þekkingu og hafði tileinkað sér verklagni, sem var til mikillar fyrirmyndar.

Oddur Friðriksson kvæntist hinn 5. apríl 1941 Álfheiði Guðjónsdóttur, f. 29. janúar 1920, frá Flateyri, og lifir hún mann sinn.
Foreldrar Álfheiðar voru Guðjón Jörundsson, sjómaður á Flateyri, sem drukknaði 1922, og kona hans Arnfríður Lára Álfsdóttir.


Hjónaband Álfheiðar og Odds var hið ágætasta. Hin síðari ár sín bjuggu þau á Smiðjugötu 11a. Þau eignuðust þrjár dætur. Elst er Lára Guðbjörg, skrifstofumaður á Ísafirði, gift Guðmundi Jónssyni. Þá kemur Kristín, bókasafnsfræðingur í Kaupmannahöfn, og er maður hennar danskur, Peter Bonde. Yngst er Guðný Lilja, sjúkraþjálfari, gift Árna Sigurðssyni frá Akranesi, og búa þau í Reykjavík. Barnabörn Odds og Álfheiðar eru sex og skiptast jafnt á milli kynja.

Oddur Friðriksson stundaði starf sitt af hæglátri alúð til hinsta dags. Samstarfsmenn hans og ekki síður nemendurnir sakna hans mjög og er ljóst að skarð hans við skólann er vandfyllt. Álfheiði, dætrum þeirra og dótturbörnum svo og öðrum vandamönnum eru hér með sendar innilegar samúðarkveðjur.

Morgunblaðið 10. febrúar 1990 á útfarardegi Odds Friðrikssonar

 

Björn Teitsson

f.v. skólameistari Menntaskólans á Ísafirði

 

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30