A A A
  • 1979 - Björgvin Helgi Brynjarsson
25.07.2016 - 07:36 | Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Matthías Ólafsson

Matthías Ólafsson. Hann var alþingismaður V-Ísfirðinga 1911-1919.
Matthías Ólafsson. Hann var alþingismaður V-Ísfirðinga 1911-1919.
« 1 af 2 »
Matthías Ólafsson alþingismaður fæddist í Haukadal í Dýrafirði 25. júní 1857.

Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson, f. 11.6. 1819, d. 31.12. 1899, bóndi þar og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir, f. 16.5. 1823, d. 24.6. 1911, húsfreyja.

Langfeðgar Ólafs höfðu búið tvær aldir eða lengur í Haukadal mann fram af manni, en Ingibjörg var afkomandi Jóns Arnórssonar, sýslumanns í Arnardal við Ísafjarðardjúp, af svonefndri Arnardalsætt. Meðal systkina Matthíasar var Jóhannes Ólafsson alþingismaður.

Eiginkona Matthíasar var Marsibil Ólafsdóttir, f. 4.9. 1869, d. 24.7. 1964 húsmóðir. Foreldrar hennar voru Ólafur Pétursson, skipstjóri á Þingeyri, og k.h. Þórdís Ólafsdóttir. Matthías og Marsibil eignuðust 15 börn.

Matthías tók gagnfræðapróf frá Möðruvöllum 1882, var við verslunarstörf í Haukadal 1882-1889 og á Flateyri 1889-1890. Hann stofnaði með öðrum í Haukadal fyrsta barnaskóla í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1885 og kenndi sjálfur við hann til 1889 þegar skólinn var lagður niður og skólahald fluttist á Þingeyri. Þá keypti hann skólahúsið og rak þar verslun til 1897 þegar hann seldi hana, gerðist verslunarstjóri þar 1897-1908 og keypti svo verslunina á ný. Matthías seldi hana síðan aftur þegar hann fluttist til Reykjavíkur 1914 og gerðist erindreki Fiskifélags Íslands. Hann ferðaðist í markaðsleit á vegum Fiskifélags og ríkisstjórnar um Bandaríkin, Ítalíu og Spán 1917-1920. Þegar það starf var lagt niður varð Matthías gjaldkeri Landsverslunar 1920-1928 og forstöðumaður vöruskömmtunarskrifstofu ríkisstjórnarinnar 1920-1921. Síðan var hann starfsmaður hjá Olíuverslun Íslands 1928-1935.

Matthías var alþingismaður V-Ísfirðinga 1911-1919.

Þegar Matthías hætti störfum flutti hann ásamt konu sinni í Borgarnes til Hlífar, dóttur þeirra.

Matthías lést 8. febrúar 1942 á Landspítalanum.

 

Morgunblaðið mánudagurinn 25. júlí 2016.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31