A A A
  • 1953 - Ţorbjörn Pétursson
  • 2000 - Ţorleifur Jóhannesson
04.05.2015 - 23:00 | Morgunblađiđ,BIB

Merkir Íslendingar - Margrét Hermannsson - aldarminning

Margrét Hermannsson.
Margrét Hermannsson.
Margrét Þórunn Sigurðardóttir Hermansson fæddist á Ísafirði 4. maí 1915.

Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson, sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauðárkróki, sonur Sigurðar Stefánssonar, alþingismanns og prests í Vigur, og k.h. Þórunnar Bjarnadóttur, og k.h. Guðríður Stefanía Arnórsdóttir, dóttir Arnórs Árnasonar prests í Hvammi í Laxárdal, Dal., og fyrri k.h. Stefaníu Stefánsdóttur.


Systkini Margrétar: Sigurður listmálari, Stefanía Guðríður skrifstofumaður, Arnór, verðlagseftirlitsmaður á Sauðárkróki, Stefán lögfræðingur, Hrólfur listmálari, Guðrún listmálari, Árni prestur og Snorri skógfræðingur.


Margrét fór til Danmerkur haustið 1939 og vann sem hjúkrunarkona á St. Hanssjúkrahúsinu í Hróarskeldu. Hún fór til Svíþjóðar haustið 1940 og starfaði á sjúkrahúsinu í Gävle og háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum.


Árið 1942 giftist Margrét Olle Hermansson cand. jur. Þau fluttust til Helsingborgar þar sem þau bjuggu upp frá því. Börn þeirra: Nanna Stefania, Gunnar, Anders Snorri og Sigurður.


Margrét gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á vegum Helsingborgar. Hún var borgarfulltrúi 1961-62 og 1967-82, fyrsti varaforseti borgarstjórnar 1980-1982, í skólanefnd 1956-73 og í hafnarstjórn 1974-82. Hún beitti sér innan borgarstjórnar Helsingborgar fyrir fjölmörgum líknar- og menningarmálum, var formaður í samtökunum „Umhyggja fyrir öldruðum“ og formaður Kvennadeildar Rauða krossins í Helsingborg. Árið 1967 kom hún því m.a. til leiðar í borgarstjórn, að ákveðið var að stafsetning á nafni Hälsingborgar yrði breytt til hins upprunalega horfs: Helsingborg.

Fyrir störf sín í þágu borgarinnar hlaut Margrét gullheiðursmerki árið 1983. Hún var formaður í Félagi hægri kvenna/íhaldsflokkskvenna 1964-76.

Hún beitti sér innan flokksins fyrir hinu fyrsta raunverulega kvennaframboði í Svíþjóð árið 1973 og hlaut efsta konan á kvennalista flokksins þingsæti.


Margrét lést 23. maí 1994.

 

Morgunblaðið 4. maí 2015 - Merkisr Íslendingar

« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30