Merkir Íslendingar - Magnús Guðmundsson - Aldarminning
Foreldrar Guðmundar voru Árni Sigurðsson, sjómaður á Hafursstöðum á Skagaströnd, og k.h., Steinunn Guðmundsdóttir, og foreldrar Unu voru Magnús Kristjánsson, sjómaður á Ísafirði, og k.h., Margrét Gunnlaugsdóttir.
Magnús lauk sveinsprófi í rafvirkjun frá Iðnskóla Akureyrar 1938 og atvinnuflugmannsprófi frá Flugskóla Konna Jóhannessonar í Winnipeg í Manitoba í Kanada 1943. Hann öðlaðist bandarísk flugstjóraréttindi að loknu námskeiði hjá Pan American í New York í Bandaríkjunum 1952.
Magnús starfaði sem rafvirki árin 1938-1942. Hann var flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands hf. 1945-1947 og hjá Loftleiðum hf. 1947-1973. Þá starfaði hann sem flugstjóri hjá Flugleiðum hf. frá 1973, þar til hann lét af störfum sökum aldurs 1979. Hann hafði flugskírteini númer 9.
Magnús rak flugskólann Cumulus ásamt Smára Karlssyni og Jóhannesi Snorrasyni 1948-1950. Hann var flugstjóri á Douglas Skymaster DC-4-vélinni Geysi, sem týndist á Bárðarbungu í september 1950. Sex dagar liðu áður en björgunarsveit komst á staðinn til að bjarga áhöfninni sem komst öll lífs af. Magnús starfaði sem flugeftirlitsmaður hjá Flugmálastjórn 1979-1986.
Eiginkona Magnúsar: Agnete Simson ljósmyndari, f. 9.9. 1923, bús. í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Martinus K.P. Simson, ljósmyndari á Ísafirði og fjölleikalistamaður, f. á Jótlandi, og Guðný V. Gísladóttir. Magnús og Agnete eignuðust þrjú börn, Guðnýju, Guðmund og Unu, en fyrir hjónaband átti Magnús soninn Braga.
Magnús lést 27. apríl 2014.
Morgunblaðið 9. ágúst 2016.