A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
24.10.2017 - 06:32 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Karl O. Runólfsson

Karl O. Runólfsson (1900 - 1970).
Karl O. Runólfsson (1900 - 1970).

Karl Ottó Run­ólfs­son tón­skáld fædd­ist í Reykja­vík 24. október árið 1900. Hann var son­ur Run­ólfs Guðmunds­son­ar, sjó­manns og verka­manns í Reykja­vík, og k.h., Guðlaug­ar M. Guðmunds­dótt­ur hús­freyju.

 

Fyrri kona Karls var Mar­grét Kristjana Sig­urðardótt­ir sem lést korn­ung, 23 ára. Seinni kona Karls var Helga, dótt­ir Kristjáns Þorkels­son­ar, hrepp­stjóra í Álfs­nesi.

 

Karl lærði prentiðn í Guten­berg, lauk svein­prófi 1918 og starfaði við prent­verk til 1925. Hann fór þá til Kaup­manna­hafn­ar, lærði þar á trom­pet hjá Lauritz Sör­en­sen, lærði á fiðlu hjá Axel Jörgensen og lærði að út­setja lög fyr­ir lúðrasveit­ir hjá Dyr­ing. Þá stundaði hann nám við Tón­list­ar­skól­ann í Reykja­vík 1934-39, lærði þar tón­smíðar hjá Frans Mixa og að út­setja lög fyr­ir hljóm­sveit­ir hjá Victor Ur­bancic.

 

Karl kenndi og stjórnaði Lúðrasveit Ísa­fjarðar 1920 og 1922-23, Lúðrasveit Hafn­ar­fjarðar 1924-25 og 1928-29, Lúðrasveit og Hljóm­sveit Ak­ur­eyr­ar 1929-34, var hljóm­sveit­ar­stjóri hjá Leik­fé­lagi Reykja­vík­ur 1934-35 og meðlim­ur Lúðrasveit­ar Reykja­vík­ur frá stofn­un og stjórn­andi henn­ar 1941-42. Lengst af stjórnaði Karl þó Lúðrasveit­inni Svani eða í 21 ár, auk þess sem hann stjórnaði Lúðrasveit barna- og ung­linga­skóla Reykja­vík­ur. Þá lék hann með dans­hljóm­sveit­um, víða um land, á sín­um yngri árum.

 

Karl kenndi hljóm­fræði og trom­pet­leik við Tón­list­ar­skól­ann í Reykja­vík 1939-64, stundaði einka­kennslu á fiðlu og trom­pet og lék sjálf­ur á trom­pet í Útvarps­hljóm­sveit­inni og Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands 1950-55. Hann var stofn­andi og síðar formaður Lúðrasveit­ar Reykja­vík­ur í mörg ár og formaður Lands­sam­bands ís­lenskra lúðrasveita í tíu ár.

 

Hann var mik­ilsvirt tón­skáld sem samdi flest­ar teg­und­ir tón­smíða, þ. á m. nokk­ur ást­sæl söng­lög og radd­setti mik­inn fjölda þjóðlaga.

 

Karl lést 29. nóvember 1970.

 

Morgunblaðið.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31