A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
12.09.2017 - 17:21 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Jón Hákon Magnússon

Jón Hákon Magnússon (1941 - 2014).
Jón Hákon Magnússon (1941 - 2014).
Jón Há­kon Magnús­son fædd­ist í Reykja­vík 12. september 1941. For­eldr­ar hans voru Svava Sveins­dótt­ir hús­móðir frá Hvilft í Önundarfirði og Magnús Guðjón Kristjáns­son skrif­stofu­stjóri frá Flateyri.

Eig­in­kona Jóns Hákons var Áslaug Guðrún Harðardótt­ir fjár­mála­stjóri sem lést fyr­ir rúmu ári. Þau eignuðust tvö börn: Áslaugu Svövu og Hörð Há­kon.

Jón Há­kon lauk BA-prófi í stjórn­mála­fræði og blaðamennsku frá Maca­lester Col­l­e­ge í St. Paul í Minnesota í Banda­ríkj­un­um 1964.

Jón Há­kon var blaðamaður á Tím­an­um 1958-60 og 1965, full­trúi hjá The World Press Institu­te 1962 og 1964, blaðamaður í Bost­on og í Washingt­on DC 1964, sölu- og markaðsstjóri hjá bílaum­boðinu Vökli hf. 1965-69 og skrif­stofu­stjóri hjá Flug­hjálp vegna Biafra-stríðsins 1969-70.

Jón Há­kon var blaðafull­trúi á 1100 ára af­mæli Íslands­byggðar 1974. Hann var fréttamaður á frétta­stofu RÚV Sjón­varpi 1970-79 og var þá m.a. um­sjón­ar­maður með umræðuþætti um er­lend mál­efni. Hann var markaðsstjóri hjá Vökli hf 1979-81 og fram­kvæmda­stjóri markaðssviðs Haf­skips hf 1982-85.

Jón Há­kon stofnaði og var fram­kvæmda­stjóri KOM, kynn­ing­ar og markaðar ehf. á ár­un­um 1986-2013.

Jón Há­kon sat í stjórn FÍB 1967-70, Ful­bright-stofn­un­ar­inn­ar á Íslandi 1968-72, Sam­taka um vest­ræna sam­vinnu, var for­seti Rot­ary­klúbbs Seltjarn­ar­ness 1979-80, um­dæm­is­stjóri Rot­ary-um­dæm­is­ins 1993-94, sat í stjórn Bíl­greina­sam­bands­ins og Versl­un­ar og viðskipta 1978-82, var formaður full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna á Seltjarn­ar­nesi 1985-90, sat í bæj­ar­stjórn Seltjarn­ar­ness, var þar for­seti bæj­ar­stjórn­ar um skeið og gegndi ýms­um öðrum trúnaðar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn. Hann annaðist rekst­ur fjöl­miðlastöðvar­inn­ar í tengsl­um við leiðtoga­fund Reag­ans og Gor­bat­sjovs 1986.

Jón Há­kon lést 18. júlí 2014.

 

 

Morgunblaðið 12. seðtember 2017.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31