A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
10.08.2016 - 06:17 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Jón Benediktsson - Aldarminning

Jón Benediktsson (1916 - 2003)
Jón Benediktsson (1916 - 2003)
Jón Benediktsson myndhöggvari fæddist á Ísafirði 10. ágúst 1916.

Foreldrar hans voru Benedikt Guðmundsson, húsgagnasmíðameistari í Reykjavík, f. 22.4. 1892 á Litlu-Þverá í Fremri-Torfustaðahreppi, V-Hún., d. 1.11. 1971, og k.h. Guðrún Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 30.3. 1885 á Mið-Hvoli í Mýrdal, V-Skaft., d. 4.2. 1978.

Jón lærði húsgagnasmíði hjá Björgvin Hermannssyni og rak húsgagnaverslun og verkstæði að Laufásvegi 18a í Reykjavík um tíma ásamt bróður sínum, Guðmundi Benediktssyni. Húsgagnasmíði þeirra bræðra, sem byggðist að mestu á þeirra eigin hönnun, þótti nýstárleg á þeim tíma
.

Jón starfaði um árabil sem formlistamaður Þjóðleikhússins og minnast margir leikmuna hans úr leikritum Þjóðleikhússins. Fyrir framlag sitt að leikhúsmálum hlaut hann menningarverðlaun Þjóðleikhússins.

Jón fékk ungur áhuga á myndlist og lærði teikningu hjá Finni Jónssyni og Marteini Guðmundssyni og höggmyndalist hjá Ásmundi Sveinssyni. Hann hélt nokkrar einkasýningar, þá fyrstu árið 1957, og einnig tók hann þátt í fjölda samsýninga, bæði hérlendis og erlendis. Verk Jóns þróuðust á sjötta áratugnum frá hálffígúratífum formum í óhlutlæga list. Þá gerði hann margvíslegar tilraunir með form og efni. Jón vann verk sín í tré, stein, ýmsa málma og jafnvel einstök verk í plastefni.

Jón var heiðursfélagi í Félagi íslenskra myndlistarmanna.

Hinn 21.11. 1942 kvæntist Jón Jóhönnu Hannesdóttur húsfreyju og starfsmanni Blóðbankans, f. 22.10. 1915 á Hellissandi, d. 26.5. 2001. Foreldrar hennar: Hannes Benediktsson sjómaður og k.h., Steinunn Jóhannesdóttir húsfreyja. Börn Jóns og Jóhönnu: Ólafur lögfræðingur, Benedikt verkfræðingur, Gunnar Steinn líffræðingur og Margrét myndlistarmaður.

Jón Benediktsson lést 29. maí 2003.

 

Morgunblaðið 10. ágúst 2016

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31