A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
13.01.2015 - 07:05 | BIB,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Hannibal Valdimarsson

Hannibal Valdimarsson.
Hannibal Valdimarsson.
« 1 af 2 »

Hannibal fæddist í Fremri-Arnardal í Skutulsfirði 13. janúar 1903. Foreldrar hans voru Valdimar Jónsson, bóndi þar, og k.h. Elín Hannibalsdóttir.

Bróðir Hannibals var Finnbogi Rútur, alþm. og bankastjóri.

Eiginkona Hannibals var Sólveig Ólafsdóttir og urðu synir þeirra landsþekktir, þeir Arnór heimspekiprófessor, Ólafur, rithöfundur og fyrrv. vþm., og Jón Baldvin, fyrrv. alþm. ráðherra, formaður Alþýðuflokksins og sendiherra.

Hannibal stundaði sjósókn og verkamannavinnu á unglingsárum og lauk prófi frá kennaraskólanum í Jonstrup 1927. Hann var skólastjóri í Súðavík 1929-31, stundaði skrifstofustörf hjá Samvinnufélagi Ísfirðinga, kenndi 1931-38 og var skólastjóri Gagnfræðaskólans á Ísafirði 1938-54. Hann hóf afskipti af verkalýðsbaráttu um 1930, var formaður Verkalýðsfélags Álftfirðinga í tvö ár og Verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði 1932-39, forseti Alþýðusambands Vestfjarða 1934-54 og forseti ASÍ 1954-71, bæjarfulltrúi á Ísafirði 1933-49, alþm. 1946-73 og ráðherra í tveimur vinstristjórnum, Hermanns Jónassonar 1956-58 og Ólafs Jóhannessonar 1971-73.

Hannibal fór á þing fyrir Alþýðuflokkinn 1946, var formaður flokksins 1952-54, klauf flokkinn 1956 og gekk til kosningasamstarfs við Sósíalista sem forsvarsmaður Málfundafélags jafnaðarmanna undir nafni Alþýðubandalags og var formaður þess 1956-68, skildi þá við Alþýðubandalagið og stofnaði Samtök frjálslyndra og vinstrimanna 1969 og var formaður þeirra er þau unnu stórsigur í þingkosningum 1971 og felldu Viðreisnarstjórnina.

Samtök Hannibals tóku þá þátt í nýrri vinstristjórn sem Hannibal rakst illa í enda bendir ýmislegt til að hann hefði fremur kosið að framlengja Viðreisnarstjórn með Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki en að mynda nýja vinstristjórn. Hann lauk síðan stjórnmálaferlinum í gamla góða Alþýðuflokknum sem hann hafði ungur gefið hjarta sitt.

Hannibal lést 1. september 1991.
 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 13. janúar 2015 - Merkir Íslendingar

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31