A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
08.09.2017 - 06:51 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Halldór Ásgrímsson

Halldór Ásgrímsson (1947 - 2015)
Halldór Ásgrímsson (1947 - 2015)
Hall­dór Ásgríms­son fædd­ist á Vopnafirði 8. september 1947. For­eldr­ar hans voru Ásgrím­ur Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri á Höfn í Hornafirði, og Guðrún Ing­ólfs­dótt­ir hús­freyja.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Hall­dórs er Sig­ur­jóna Sig­urðardótt­ir lækna­rit­ara og eignuðust þau þrjár dæt­ur, Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld.

Hall­dór lauk prófi við Sam­vinnu­skól­ann 1965, varð lög­gilt­ur end­ur­skoðandi 1970 og sótti fram­halds­nám í versl­un­ar­há­skól­ana í Björg­vin og Kaup­manna­höfn 1971-73.

Hall­dór var lektor við viðskipta­deild HÍ 1973-75, sat á Alþingi fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn 1974-78 og 1979-2006, var vara­formaður flokks­ins 1980-94, formaður 1994-2006 og gegndi ráðherra­embætti í 19 ár. Hann var sjáv­ar­út­vegs­ráðherra 1983-91 og gegndi auk þess störf­um sam­starfs­ráðherra Norður­landa og dóms- og kirkju­málaráðherra. Hann var ut­an­rík­is­ráðherra og sam­starfs­ráðherra Norður­land­anna frá 1995, var ut­an­rík­is­ráðherra til 2004, en gegndi síðar­nefnda embætt­inu til 1999. Hann var einnig land­búnaðar- og um­hverf­is­ráðherra vorið 1999 og fór með heil­brigðis- og trygg­inga­málaráðuneyti í for­föll­um í árs­byrj­un 2001.

Hall­dór var skipaður for­sæt­is­ráðherra haustið 2004 og gegndi því embætti fram á mitt sum­ar 2006 er hann ákvað að hætta í stjórn­mál­um.

Hall­dór var um skeið formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og sat í fjölda nefnda á veg­um Alþing­is. Hann tók við stöðu fram­kvæmda­stjóra Nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar í árs­byrj­un 2007 og gegndi því starfi fram í mars 2013.

Hall­dór var far­sæll flokks­for­ingi og áhrifa­mik­ill stjórn­mála­maður. Eitt af fyrstu verk­um hans sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra var að inn­leiða kvóta­kerfið 1984. Hann og Davíð Odds­son mynduðu rík­is­stjórn sinna flokka 1995 og viðhéldu sam­felldu stjórn­ar­sam­starfi sinna flokka leng­ur en nokkr­ir aðrir flokks­for­ingj­ar fyrr og síðar.

Hall­dór lést 18. maí 2015.

 

 

Morgunblaðið föstudagurinn 8. september 2017.

 

 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31