A A A
  • 1979 - Björgvin Helgi Brynjarsson
27.12.2017 - 07:03 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Einar Oddur Kristjánsson

Einar Oddur Kristjánsson (1942 - 2007).
Einar Oddur Kristjánsson (1942 - 2007).
« 1 af 2 »
Ein­ar Odd­ur Kristjáns­son fædd­ist á Flat­eyri 26. des­em­ber 1942 og hefði því orðið 75 ára í gær. For­eldr­ar hans voru hjón­in Kristján Ebenezers­son skip­stjóri, f. 1897, d. 1947, og María Jó­hanns­dótt­ir, stöðvar­stjóri Pósts og síma á Flat­eyri, f. 1907, d. 2003.

Ein­ar Odd­ur stundaði nám í Héraðsskól­an­um á Núpi í Dýraf­irði og í Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri. Frá ár­inu 1968 starfaði Ein­ar Odd­ur við sjáv­ar­út­veg, fyrst sem einn af stofn­end­um og fram­kvæmda­stjóri hluta­fé­lags­ins Fiskiðjunn­ar Hjálms. Hann var síðar stjórn­ar­formaður hluta­fé­lag­anna Hjálms, Vest­firsks skel­fisks og Kambs.

Ein­ar Odd­ur sat í hrepps­nefnd Flat­eyr­ar­hrepps 1970-1982, var formaður Sjálf­stæðis­fé­lags Önund­ar­fjarðar 1968-1979, formaður full­trúaráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins í Vest­ur-Ísa­fjarðar­sýslu 1979-1990 og formaður kjör­dæm­is­ráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins á Vest­fjörðum 1990-1992.

Ein­ar Odd­ur sat í stjórn Vinnu­veit­enda­fé­lags Vest­fjarða frá ár­inu 1974. Hann var í aðal­stjórn Sölu­miðstöðvar hraðfrysti­hús­anna 1989-1994, stjórn­ar­formaður Vél­báta­út­gerðarfé­lags Ísfirðinga frá ár­inu 1984 og sat í stjórn Sam­taka fisk­vinnslu­stöðva 1981-1996. Hann var formaður efna­hags­nefnd­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar 1988. Formaður Vinnu­veit­enda­sam­bands Íslands var hann 1989-1992 og sat í stjórn at­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs 1995.

Ein­ar Odd­ur var alþing­ismaður fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn frá 1995 til dán­ar­dags. Á Alþingi átti hann sæti í mörg­um nefnd­um en lengst og mest starfaði hann í fjár­laga­nefnd, var vara­formaður henn­ar 1999-2007 og jafn­framt aðaltalsmaður síns flokks í rík­is­fjár­mál­um.

Hinn 7.10. 1971 kvænt­ist Ein­ar Odd­ur Sigrúnu Gerðu Gísla­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræðingi, f. 20.11. 1943. Börn Ein­ars Odds og Sigrún­ar Gerðu eru Bryn­hild­ur, Kristján Torfi og Teit­ur Björn.

Ein­ar Odd­ur lést 14. júlí 2007.

Morgunblaðið 27. desember 2017.

 

 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31