A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
20.01.2018 - 07:25 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Dr. Jakob Jónsson

Jakob Jónsson (1904 - 1989).
Jakob Jónsson (1904 - 1989).
Sr. Hans Jakob Jóns­son, prest­ur í Hall­gríms­kirkju, fædd­ist á Hofi í Álftaf­irði 20. janúar 1904. For­eldr­ar hans voru Jón Finns­son, prest­ur á Hofi í Álftaf­irði og Djúpa­vogi, og Sig­ríður Hans­ína Hans­dótt­ir Beck hús­freyja. 

Bróðir Jak­obs var Ey­steinn Jóns­son, alþing­ismaður, ráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Kona sr. Jak­obs var Þóra Ein­ars­dótt­ir hús­freyja. Börn þeirra: Guðrún Sig­ríður, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og Írans­fræðing­ur; Svava, rit­höf­und­ur og alþing­ismaður.; Jök­ull, eitt helsta leik­rita­skáld þjóðar­inn­ar á síðustu öld: dr. Þór, fyrr­ver­andi veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, og Jón Ein­ar héraðsdóms­lögmaður.

Sr. Jakob varð stúd­ent frá MR 1924, lauk embætt­is­prófi í guðfræði við Há­skóla Íslands 1928, var við fram­halds­nám í sál­fræði við Winnipeg-há­skóla 1934-35, stundaði nám í kenni­mann­legri guðfræði og nýja­testa­ment­is­fræðum við Há­skól­ann í Lundi 1959-60 og lauk lísentí­ats­prófi í guðfræði við há­skól­ann í Lundi 1961 og varði doktors­rit­gerð við Há­skóla Íslands 1965.

Sr. Jakob var aðstoðarprest­ur hjá föður sín­um á Djúpa­vogi 1928, sókn­ar­prest­ur í Norðfjarðarprestakalli 1929-35, prest­ur í Kan­ada 1935-40 og í Hall­gríms­kirkjuprestakalli 1941-1974. Hann var skóla­stjóri við gagn­fræðaskól­ann í Nes­kaupstað 1931-34, stunda­kenn­ari við Gagn­fræðaskóla Reyk­vík­inga 1941-42 og MR 1944-50. Hann var formaður Presta­fé­lags Íslands í ára­tug og gegndi auk þess marg­vís­leg­um öðrum trúnaðar­störf­um.

Sr. Jakob var í röð lærðustu kenni­manna kirkj­unn­ar, virt­ur og vin­sæll sókn­ar­prest­ur. Hann var af­kasta­mik­ill rit­höf­und­ur en eft­ir hann ligg­ur fjöldi rita um guðfræði og um ýmis álita­mál al­menn­ings á því sviði. Hann sendi einnig frá sér nokk­ur leik­rit og var af­burða kenn­ari og kenni­maður, skýr í hugs­un, skemmti­leg­ur, hóg­vær og alþýðleg­ur í allri fram­setn­ingu.

Sr. Jakob lést 17. júní 1989.


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30