A A A
  • 1953 - Ţorbjörn Pétursson
  • 2000 - Ţorleifur Jóhannesson
19.06.2015 - 23:21 | Hallgrímur Sveinsson

Merkilegar áletranir koma í ljós á Bakaríinu á Ţingeyri

Ţeir hafa greinilega kunnađ til verka í kynningarmálum á Ţingeyri í ţá daga. Ljósm.: H. S.
Ţeir hafa greinilega kunnađ til verka í kynningarmálum á Ţingeyri í ţá daga. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Bakarí – Café & Konditori

Bakaríið á Þingeyri er gengur nú í endurnýjun lífdaganna eins og mörg önnur forn hús á Þingeyri síðustu ár. Bakaríið, sem reist var árið 1906, á sér mjög merkilega sögu sem að hluta til má lesa um í Bókunum að vestan. Sá sem reisti húsið mun hafa verið Sveinbjörn bakarameistari og er lítið um hann vitað. Þar gerðu garðinn frægan Steinn bakari og kona hans Jóhanna. Þá sonur þeirra Höskuldur og hans kona Hulda. Og svo fleiri og fleiri á eftir þeim.

   Þetta fallega hús, Bakaríið á Þingeyri, er auðvitað alfriðað. Undanfarið hafa Sigmundur  F. Þórðarson húsasmíðameistari og menn hans unnið að lagfæringum á því. Svo var það í gær, þegar þeir voru að taka bárujárnið utan af framhliðinni, að í ljós komu stórmerkilegar áletranir eða merkingar. Þær hljóða svona:

     Bakarí Café & Konditori

  Ekki vitum vér hvort þessar áhugaverðu auglýsingar eru frá 1906, en líklegt verður það að teljast. Þetta hefur þá mjög líklega verið eitt af fyrstu konditoríum á landinu. Er það í stíl við annað á Þingeyri um 1900: Þar var þá starfandi ein fyrsta Big-band hljómsveit  á landinu og íþróttamenn í Höfrungi stunduðu áhaldafimleika af miklum móð. Slíkt þekktist varla annarsstaðar á Íslandi þá. Svona má lengi telja.

   Vér munum rifja upp sögu Bakarísins á Þingeyri á Þingeyrarvefnum innan skamms í tilefni af því að hinar stóru og merkilegu áletranir á húsinu hafa aftur litið dagsins ljós.

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30