10.05.2016 - 06:54 | Hallgrímur Sveinsson
Melrakki og minkur í Arnarfirði: - „Aldrei séð annað eins fyrr né síðar og sér ekki högg á vatni“ segir Arnfinnur Jónsson refaskytta
Arnfinnur Jónsson, refaskytta, sonur Jóns Þorsteins Sigurðssonar heitins, gamla Rebba á Þingeyri, er búinn að koma tvisvar til tófu-og minkaveiða í Arnarfirði með dóttur sinni á þessum vordögum. Á svæðinu frá Langanesi að Stapadal eru þau búin að fá 20 hlaupatófur, þar af 9 hvolpafullar læður og 5 minka. Guðjón Strandamaður er svo búinn að fá 6 minka á Tjaldanesi utan Auðkúlu.
Arnfinnur segir að ekki sjái högg á vatni þrátt fyrir alla þessa veiði. Þau hafi séð dýr út um allt. Svona er þetta bara.