María Júlía flutt til Ísafjarðar?
Að sögn Guðmundar hefur hafnarstjórn borist kvartanir frá sjómönnum á Þingeyri vegna Maríu Júlíu, en sjómenn telja að skipið sé fyrir annarri starfsemi. „Þetta er alltaf vandamál með báta sem ekki eru í rekstri, þeir taka pláss frá öðrum bátum. Erfitt er að hýsa svona báta því þeir skila jú ekki tekjum í hafnarsjóði, eins þeir myndu gera ef þeir væru í rekstri," segir Guðmundur. Enn er þó óljóst hvenær María Júlía verður færð, en haldið verður áfram með enduruppbyggingu skipsins á Ísafirði.
Þá eru uppi áætlanir um að koma Hrönn ÍS í eyðingu. Guðmundur segir að það sé dýrt að koma bátum í eyðingu. „Aflögð skip, sem ekki hafa neinn kvóta og jafnvel enga eigendur lengur, eru til vandræða í flestum höfnum landsins. Það lendir því gjarnan á höfnum landsins að sitja uppi með slíkan flota og koma þeim í eyðingu," segir Guðmundur.