A A A
  • 1953 - Žorbjörn Pétursson
  • 2000 - Žorleifur Jóhannesson
23.08.2016 - 21:03 | Vestfirska forlagiš,timarit.is

Mįnudagsblašiš 18. maķ 1970: - Silfurbķllinn til Lżšs Jónssonar

Į žessum staš, į leišinni milli Mešaldals og Haukadals ķ Dżrafirši, var žjóšvegi ķ fyrsta sinn
tvķskipt į ķslandi.  Lżšur Jónsson einnig į mynd.
Į žessum staš, į leišinni milli Mešaldals og Haukadals ķ Dżrafirši, var žjóšvegi ķ fyrsta sinn tvķskipt į ķslandi. Lżšur Jónsson einnig į mynd.
« 1 af 3 »

Í fjölmennu samsæti, sem haldið var að loknum aðalfundum Samvinnutrygginga og Andvöku, þann 8. maí fór fram afhending silfurbíls Saimvinnutrygginga 1970, en hann er árleg viðurkenning félagsins fyrir framilag til aukins uimferðaröryggis í landinu.

Ásgeir Magnússon, fraimkvæmdastjóri, formaður nefndar þeirrar, sem annast úthflutun þessara verðlauna, gerði grein fyrir henni, en viðurkenninguna hlaut að þessu sinni Lýður Jónsson, fyrrum yfirvegaverkstióri á Vestfjörðum.

Í greinargerð fyrir úthlutuninni segir m.a.:

,,Lýður hóf vegavekstjorn í Vestur-ísafjarðarsýslu þegar árið 1926, þá innan við þrítugt, en var settur yfirverkstióiri á öllum Vestfjörðum 1947, og síðan skipaður í þetta emfoætti, seim hann svo hélt til ársins 1966, er hann hætti fyrir aldurs sakir á 70. aldursári. Hafði hann þannig sem verkstjóri unnið að vegagerð í samfellt 40 ár og þar af um helming þess tíma seim yfirverkstjóri.

Fyrir utan það að vera svo lengi dugmikili og áhugasaimur vegagerðarmaður frá almennu sjónarmiði utan ýmis torfærustu og erfiðusitu vegarstæði landsins, er það einkum eitt, sem sker sig úr og mun halda nafni Lýðs á lofti í vegagerðarsögu Vestfjarða og landsins í heild um langa framtíð:

Framtak hans og efalaust forystuhlutverk í því að taka fyrstur manna upp tvískiptingu þjóðvega á blindbeygjum og blindhæðum. Hófst þetta verk surnarið 1954 á veginum milli Haukadals og Meðaldals í Dýrafirði.

Segir sig sjálft, hvert öryggi fólki og farartækjum er búið með svo einstæðu framtaki, og þarf ekki að rökstyðja.

 Úthlutunarnefnd SILFURBlLS  Sanvinnutrygginga finnst umrætt frumkvæði Lýðs Jónssonar vert opinberrar viðurkenningar og verðlauna. og teflur verk hans á þessu sviði umferðaröryggis stórmerkt framfaraskref og án alls vafa hafa orðið til þess að bjarga miklum fjármunum og limum og lífi margra frá voða.

Á þessum vettvangi sem mörgum, öðrum veldur sá mestu sem upphafinu veldur, og sterkustu viðurkenningina fyrir umrætt forystuhlutverk hefur Lýður þó hlotið, þegar aðrir vegaverkstjórar fetuðu í fótspor hans og tóku upp þessa aðferð hans til bess að firra slysum. Og ennfremur, að á síðasta áratug fór Vegagerð ríkisins sjálf að fyrirskipa skiptingu vega á blindhæðum og blindlbeygjum, og betri merkingu á þessuni stöðum en gerð hafði verið í fyrstu. Mun Vegagerðin telja þessa starfshætti landsmönnum í heild til sérkenna og hróss á erlendum vettvangi meðaíl stjórnenda vegamála.

Með þessari viðurkenningiu til Lýðs Jónssonar vill úthlutunarnefnd janframt leggja áherzlu á, að jafnvel ódýrar og einfaldar umbætur og lagfæringar á íslenzkuim vegum geta stuðlað að stórbættu  umferðaröryggi,  og vonar nefndin, að úthlutun SILFURBÍLSINS að þessu sinni verði öðrum hvatning til framkvæmda á þessum vettvangi.

Með skírskotun til þess, sem nú hefur verið rakið, veitir úthlutunarnefndin Lýði Jónssyni, fyrrverandi yfirverkstióra SILFURBÍL Sanvinnutrygginga 1970.

Í þakkilætis- og heiðursskyni fyrir forgöngu hans og merkt framtak, sem leitt hefur til stóraukins umferðaröryggis á íslenzkum vegum, öldnum og óbornum til blessunar um langa framtíð."

Að lokinni afhendingu bílsins þakkaði Lýður Jónsson sér sýndan óvæntan sóma og fór viðurkenningarorðum um margþætt og einstæð störf Saimvinnutrygginga i þágu umferðaröryggimiála.

Silfurbíllinn, sem er frumsmið hverju sinni, er gerður af Vali Fannar gullsmið. Er þetta í annað skiptið, sem þessi viðurkenning fyrir framlag til aukins umferðaröryggis er veitt, en í fyrra hlaut hana Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri í Reykiavik.

 

(Frá Samvinnutryggingum).

Mánudagsblaðið 18. maí 1970

« Aprķl »
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30