A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
22.09.2015 - 17:12 | Bjarni Georg Einarsson,Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson

Mammon og Grýla gamla eru nú aftur við stjórnvölinn!

Landsbankinn á Þingeyri. Áður Sparisjóðurinn.
Landsbankinn á Þingeyri. Áður Sparisjóðurinn.

Árið 2007 náði græðgin slíkum tökum á þjóðinni að með ólíkindum var. Það sem á eftir kom var óhjákvæmilegt. Þetta vita allir menn góði, eins og séra Baldur sagði stundum er hann vildi leggja áherslu á orð sín.

   Og nú eru mannfjandsamleg öfl heldur betur komin á kreik aftur. Mammon gamli og Grýla sitja nú bæði við stýrið. Aðgerðir Banka allra landsmanna á Vestfjörðum síðustu daga sýna það glöggt. Þær eru bæði illa undirbúnar og heimskulegar. Þær koma ekki mjög hart niður á þeim sem eru með svokallaðan Heimabanka. En hinir, sem vita ekki hvaða fyrirbæri það er, sitja eftir með sárt ennið. Og bankinn græðir og græðir. Svo verður hann seldur fyrir slikk ef að líkum lætur.

   Á Þingeyri eru um 1/3 íbúanna án Heimabanka!

Hér er verið að tala um fólk á öllum aldri. Flogið hefur fyrir að Banki allra landsmanna ætli að opna náðarsamlegast fyrir þessa góðu og tryggu viðskipavini sína nokkrar mínútur einu sinni í viku. Síðan geta menn farið 100 km fram og til baka á Ísaförð þegar þeir þurfa til dæmis á skotsilfri að halda. Það er enginn að tala um að þessi blessaði banki eigi að beygja sig í duftið fyrir einhver gamalmenni vestur á fjörðum. En hann á að sýna þessum eigendum sínum virðingu og koma fram við þá á mannlegan hátt. Annað er heimska.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31