A A A
  • 1931 - Valgerđur Kristjánsdóttir
  • 1956 - Auđbjörg Halla Knútsdóttir
  • 1984 - Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir
  • 1988 - Emil Ólafur Ragnarsson
Hrafnseyri viđ Arnarfjörđ.
Hrafnseyri viđ Arnarfjörđ.
„Fornleifarannsóknir á Vestfjörðum“ nefnist málstofa sem haldin verður á Hrafnseyri laugardaginn 8. ágúst 2015, klukkan 13. Þar verða haldin fjölmörg erindi um fornleifarannsóknir á Vestfjörðum og viðfangsefni minjavörslunnar. Málstofan er öllum opin og gefst Vestfirðingum og öðrum gestum tækifæri til að fræðast um rannsóknir sem fram hafa farið síðustu ár, fólkið sem stendur að þeim og að heyra um niðurstöður rannsóknanna. Þannig fáum við meiri innsýn í líf forfeðra okkar hér á svæðinu. Eftir hvern fyrirlestur gefst fólki tækifæri til þess að spyrja spurninga sem vakna um efni þeirra. Málstofan er haldin á vegum Safns Jóns Sigurðssonar Hrafnseyri og Náttúrustofu Vestfjarða Bolungarvík, í samvinnu við Minjastofnun Íslands og Fjórðungssambands Vestfirðinga.


Fornleifarannsóknir á Vestfjörðum

13:00 – 13:10 Setning málstofu: Valdimar J. Halldórsson, staðarhaldari á Hrafnseyri
13:10 – 13:30 „Landnámsbærinn á Eyri“
Fyrirlesari: Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur, Þjóðminjasafni Íslands
13:40 – 14:00 „Fornleifarannsóknir á Hrafnseyri og Auðkúlu“
Fyrirlesari: Margrét H. Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur, Náttúrustofu Vestfjarða
14:10 – 14:30 „Rannsóknir á sjávar- og strandminjum"
Fyrirlesari: Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur, Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum
14:40 – 15:00 „Söguleg samsetning þorskstofnsins“
Fyrirlesari: Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum
15:10 – 15:30 Kaffi
15:30 – 15:50 „Af starfi Fornminjafélags Súgandafjarðar og strandminjar í hættu á Vestfjörðum“.
Fyrirlesari: Eyþór Eðvarðsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar.
16:00 – 16:20 „Störf minjavarðar“
Fyrirlesari: Einar Ísaksson, Minjavörður Vestfjarða.
16:30 – 16:50 „Hið byggða landslag“
Fyrirlesari: Gunnþóra Guðmundsdóttir, Minjastofnun Íslands
17:00 – 17:10 Kaffi
17:10 – 17:30 „Samspil fornleifarannsókna, fjármagns og ferðaþjónustu“.
Fyrirlesari: Jón Jónsson þjóðfræðingur, Fjórðungssambandi Vestfirðinga
17:40 – 18:00 „Fornleifarannsóknir í Vatnsfirði“
Fyrirlesari: Karen Melik/Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands

« Júní »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30