14.11.2017 - 07:01 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,ruv.is,Vestfirska forlagið
Magnús Þór ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks
Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins. Magnús sat á þingi fyrir Frjálslynda flokkinn árin 2003-2007 og leiddi lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar fyrir rúmum tveimur vikum. Hann náði ekki kjöri.
Flokkur fólksins greinir frá ráðningunni á Facebook og segir að Magnús muni starfa náið með þingflokknum. Áður hafði Ólafur Ísleifsson verið kosið formaður þingflokksins. Jafnframt frá því í Facebook-færslunni að flokkurinn hafi fengið úthlutað þingflokksherbergi en skrifstofum verði hins vegar ekki úthlutað fyrr en ljóst verði hvaða flokkar myndi ríkisstjórn.