A A A
  • 1957 - Sigríđur Ţórdís Ástvaldsdóttir
  • 1982 - Kristjana Sigríđur Skúladóttir
  • 2004 - Auđbjörg Erna Ómarsdóttir
Tveir góđir Vestfirđingar saman. -Í kjarasamningum lifđi ég margar nćtur á neftóbaki og sögum frá Guđmundi J. Skemmtileg var rćđan sem hann flutti í sextugsafmćli mínu og ég er hér ađ ţakka honum fyrir,- segir Magnús.
Tveir góđir Vestfirđingar saman. -Í kjarasamningum lifđi ég margar nćtur á neftóbaki og sögum frá Guđmundi J. Skemmtileg var rćđan sem hann flutti í sextugsafmćli mínu og ég er hér ađ ţakka honum fyrir,- segir Magnús.

Vestfirðingurinn og húmoristinn Magnús Óskarsson, fyrrum bogarlögmaður, segir í bók sinni Með bros í bland, að hann hafi þurft að standa í kjarasamningum fyrir Reykjavíkurborg í 25 ár í embættisnafni. „Mér fannst aldarfjórðungur langur tími í kjarasamningum og vinnudeilum, en sem betur fór vissi ég ekki að ég var á Kleppi fyrr en ég slapp út,“ segir hann.

   Svo segir Magnús: „Ég er ekki frá því að eðli allra samninga sé í grundvallaratriðum hið sama. Milliríkjasamningar, prútt á Austurlandamarkaði og íslenskir kjarasamningar eiga margt sameiginlegt. Eins og í stjórnmálum snýst þetta um list hins mögulega. Jafnan skiptir máli þekking á því sem verið er að semja um, rétt mat á viðsemjandanum og aðstöðu hans, og góð tímasetning á því sem boðið er.

   En ætli mannlegi þátturinn sé ekki mikilvægastur. Milli þeirra sem ítrekað þurfa að semja verður að ríkja gagnkvæmt traust og heiðarleiki. Svo endar þetta oft í einhvers konar sálfræði. Þá eiga tilfinningar og skapsmunir það til að ráða ferðinni. Á því stigi getur borgað sig að hækka ekki röddina og loka hurðum varlega.

   Samningar eru málamiðlun, það er afsláttur frá kröfum. Í því felst að menn verða að beygja sig og éta ofan í sig sumt af því sem þeir hafa fullyrt og staðið fast á. Á því stigi eru afskipti fjölmiðla afleit. Ofaníátið er nógu erfitt svo ekki bætist við að sjónvarpa því.“

   Þetta og margt fleira spaklegt sagði hinn raunsæi og reyndi samningamaður um málefni sem er efst á baugi hjá okkur í dag.   


« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31