A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
26.10.2016 - 08:19 | Morgunblaðið,Reykhólavefurinn,Vestfirska forlagið

Mælt með Teigsskógarleið, jarðgöng ekki á dagskrá

Loftmyndir ehf. / Morgunblaðið.
Loftmyndir ehf. / Morgunblaðið.

Vegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg við Þorskafjörð. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram, að það er ódýrasta leiðin og sú sem sveitarfélagið gerir ráð fyrir í skipulagi. Hins vegar mun hún hafa veruleg neikvæð áhrif á landslag og verndarsvæði.

 

Þetta kemur fram í úttekt Helga Bjarnasonar blaðamanns í Morgunblaðinu í dag. Þar segir einnig:

 

Vegurinn sem þarf að endurnýja liggur frá Bjarkalundi að Skálanesi. Er þetta 20-22 km kafli sem kemur í stað tæplega 42 km krókótts malarvegar, sem liggur meðal annars um Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Nýi vegurinn á að liggja á láglendi. Er þetta síðasti kaflinn sem eftir er að endurnýja á leiðinni milli Vesturbyggðar og höfuðborgarinnar. Vegagerðin var áður búin að velja þessa leið en gat ekki hafið framkvæmdir vegna þess að landeigendur í Teigsskógi sem lögðust gegn áformunum unnu málið í Hæstarétti. Nú er verið að endurtaka umhverfismatið.

 

Kostar 6,4 milljarða

 

Fimm leiðir eru skoðaðar í frummatsskýrslunni. Tvær þeirra miðast við jarðgöng um Hjallaháls. Tvær leiðirnar liggja út með Þorskafirði að austanverðu og þvera Þorskafjörð utarlega, en hvor á sínum staðnum. Fimmta leiðin er síðan Þ-H, sem liggur út með Þorskafirði að vestanverðu, í gegnum Teigsskóg, og þverar Djúpafjörð og Gufufjörð. Það er leiðin sem Vegagerðin mælir með.

 

Jarðgangaleiðirnar hafa minnstu neikvæðu áhrif á umhverfið. Vegagerðin bendir hins vegar á að ekki sé gert ráð fyrir þeim í samgönguáætlun stjórnvalda til ársins 2026. Í þeirri áætlun sé hins vegar gert ráð fyrir fjárveitingum í samræmi við kostnað við leið Þ-H og það sé leiðin sem sveitarfélagið hafi sett á aðalskipulag.

 

Áætlað er að lagning vegar eftir leið Þ-H kosti 6,4 milljarða, fjórum milljörðum minna en næstódýrasta leiðin kostar.

 

Neikvæð áhrif á Teigsskóg

 

Í frummatsskýrslunni kemur fram það álit, að leið Þ-H muni hafa veruleg neikvæð áhrif á landslag og verndarsvæði og talsverð neikvæð áhrif á fornleifar, gróðurfar, jarðfræði og útsýni frá frístunda- og bújörðum. Hún liggur meðal annars um Teigsskóg og getur dregið úr vistfræðilegu mikilvægi skógarins.

 

Þegar litið er á leiðirnar þrjár sem liggja utan jarðganga sést að leið Þ-H hefur þrátt fyrir allt minni neikvæð áhrif á umhverfið en hinar leiðirnar tvær.


« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30