A A A
  • 1997 - Ragnhildur Anna Ólafsdóttir
  • 2000 - Andrea Sif Bragadótir
05.06.2015 - 14:40 | Bergþóra Bergsdóttir

MS sjúkdómurinn

Landspítalinn við Hringbraut í Reykjavík - elsta byggingin-
Landspítalinn við Hringbraut í Reykjavík - elsta byggingin-

FRUMKOMIN VERSNUN MS (e. primary progressive/PPMS)

Sjúkdómsferlið fer hægt af stað og lýsir sér frá byrjun í vaxandi einkennum án hléa eða bata. Um þriðjungur verða þó var við stöku kast með hléum og tímabundnum minniháttar bata. Ferlið getur tekið langan tíma eða náð hámarki á einhverjum tímapunkti og haldist stöðugt eftir það.

Sjúklingar með þessa sjúkdómsgerð eru nokkuð eldri en þeir sem eru með kastagerðina. Um 10% einstaklinga með MS eru með þessa gerð sjúkdómsins.

Ekki hefur reynst mögulegt að þróa lyf við frumkominni versnun á meðan ekki er vitað hvað veldur einkennum og fötlun án sýnilegrar bólgu í miðtaugakerfinu.

 

SÍÐKOMIN VERSNUN MS (e. secondary progressive/SPMS)

Þessi sjúkdómsgerð byrjar með köstum en breytist síðan yfir í óreglulega framrás með versnun jafnt og þétt þar sem stöku kast og minniháttar bati getur átt sér stað. Smám saman fatlast einstaklingurinn án greinilegra kasta.

Margir sem í upphafi greinast með MS í köstum þróa síðar með sér síðkomna versnun. Það yfirgangstímabil tekur mis langan tíma. Hjá sumum verður sjúkdómsversnunin með hægum stíganda á meðan aðrir finna fyrir hraðari versnun.

Miklar rannsóknir eru í gangi á því hvað veldur síðkominni versnun, þ.e. hvað gerist í sjúkdómnum eftir að sjúklingur fær ekki lengur köst. Á meðan það er ekki vitað er erfitt að þróa lyf sem hægja á eða stöðva framgang sjúkdómsins en hægt er að meðhöndla einstaklinginn með MS-lyfjum á meðan hann fær köst.

 

Bergþóra Bergsdóttir.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30