A A A
  • 1986 - varð kjarnorkuslysið í Tsjernóbyl
02.08.2017 - 09:42 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

“Lokiði helvítis glugganum, strákar!”

Séra Baldur Vilhelmsson. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.
Séra Baldur Vilhelmsson. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.

Það kom fyrir að séra Baldur messaði í borðsalnum í Reykjanesi í Djúpi og fór með gott fyrir nemendur og aðra kennara skólastaðarins.

Eitt sinn í norðaustan roki og snjóhraglanda boðaði prestur til messu í fyrrnefndu mötuneyti. Við nokkrir strákar tókum okkur sæti við einn gluggann. Þegar séra Baldur var staddur í miðju Faðirvorinu, opnuðum við gluggann upp á gátt, en það var stór hverfigluggi sem kallaðir eru. Í því brast á ein stórhviðan svo allir hrukku við. Séra Baldur stöðvaðist og leit til okkar. Svo mælti hann stundarhátt svo allir heyrðu sem í salnum voru:

Lokiði helvítis glugganum, strákar!”

Það gerðum við auðvitað og prestur lauk sinni bæn.

(Sögn Einars Jónssonar frá Álfadal)

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30