13.06.2018 - 11:38 |
Lokað verður vegna viðhalds í jarðgöngum undir Breiðadalsheiði
Vegna vinnu við vatnsvarnir verður Breiðadalsleggur (til/frá Önundarfirði) lokaður á nóttinni á virkum dögum, frá miðnætti til kl. 7:00. Vinnan hefst á miðnætti þann 13 júní (aðfaranótt fimmtudags).
Óljóst er hversu langan tíma þetta tekur en reikna má með 2-3 vikum. Þetta hefur ekki áhrif á umferð milli Súgandafjarðar og Skutulsfjarðar.