A A A
05.05.2012 - 09:55 | JÓH

Listsıning í Simbahöllinni

Valdimar. Mynd: Michaela Bur Am Orde
Valdimar. Mynd: Michaela Bur Am Orde
Á morgun, sunnudaginn 6.maí, verður sýning á verkum listakonunnar Michaela Bur Am Orde í Simbahöllinni. Meðal verka hennar eru málverk, og ljósmyndir sem hún hefur tekið af Dýrfirðingum undanfarnar þrjár vikur. Í tilkynningu frá Michaelu kemur fram að þetta sé fyrsta listsýning hennar en hún er nemi frá Þýskalandi. Hún kom fyrst til Íslands fyrir tveimur árum og heillaðist þá af landi og þjóð. Eftir að hafa dvalið á Þingeyri og hlustað á áhugaverðar sögur Dýrfirðinga ákvað hún að taka ljósmyndir af þeim og sýna afraksturinn áður en hún héldi heim á leið. Sýningin verður opin á milli kl. 14 og 17.
« Maí »
S M Ş M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31