A A A
15.05.2016 - 06:24 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

List á hvítasunnu á Þingeyri:- Sarah Adams frá San Fransisco að störfum

Sarah Adams með pensilinn á lofti og málningarfötuna. Ljósm. H. S.
Sarah Adams með pensilinn á lofti og málningarfötuna. Ljósm. H. S.
« 1 af 3 »

Ekki fer á milli mála að Þingeyri við Dýrafjörð er að verða eftirsóttur staður af alls konar listamönnum utan úr heimi. Margir þeirra heimsækja staðinn á vegum Simbahallarinnar (Sigmundarbúðar) og fleiri koma þar við sögu.

   Sarah Adams er ung listakona frá San Fransisco í Bandaríkjunum. Samkvæmt síðunni speckledwords.com er hún fjölhæfur listamaður sem víða hefur komið við. Nú er hún stödd á Þingeyri og lætur ljós sitt skína á gluggum gamla Ölduhússins, beint á móti Sigmundarbúðinni. Þar var sem kunnugt er í fjölda ára verslunin Alda. Þar verslaði Nathanael Mósesson kaupmaður, sem reisti húsið fyrir um hundrað árum. Síðan versluðu þar lengi Gunnar Proppé og kona hans Sigríður.

Nú, og svo kom Leikfangasmiðjan Alda hf. til sögunnar í nokkur ár í þessu húsi. Núverandi eigandi hússins er Ólafur Steinþórsson stórsmiður og múrari. Þar hefur hann verkstæði sitt.

   Við hittum þessa ungu, geðþekku konu, Söruh Adams, í gær.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30