A A A
16.06.2014 - 14:25 |

Leikskólanum færðar gjafir!

« 1 af 2 »

Þessa dag­ana eru slysa­varna­deild­ir og björg­un­ar­sveit­ir Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar að færa öll­um leik­skól­um lands­ins end­ur­skinsvesti til að nota í vett­vangs­ferðum 4-5 ára barna.

Kiddi kom til okkar í morgun færandi hendi og tók Elsa María leikskólastjóri við 6 vestum. Við á Laufási erum mjög þakklát gjöfinni enda erum við mikið á ferðinni allt árið í kring og það er mikilvægt að sjást vel.  Kærar þakkir!

Um daginn komu svo kvenfélagskonur úr Kvenfélagi Vonar í heimsókn og færðu leikskólanum barnakerru sem tekur 4 börn, sem kemur sér mjög vel þar sem alltaf er verið að taka inn yngri börn og auðveldar öllum að geta tekið þátt í leikskólastarfinu þar sem vettvangsferðir er reglulegur þáttur í leik og starfi skólans. 

Þetta er mjög góðar og nytsamlegar gjafir sem hjálpa okkur mikið.

Starfsfólk leikskólans langar að færa Slysavarnarfélaginu og Kvenfélaginu sem starfa á Þingeyri þakklæti fyrirhlýhug og gjafmildi í garð Laufáss.

Með bestu kveðju, 
Elsa María Thompson
leikskólastjóri.



« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30