26.03.2009 - 00:50 | Tilkynning
Leikmynd fyrir Dragedukken
Æfingar fyrir leik- og söngverkið Dragedukken eru nú í fullum gangi í Félagsheimilinu á Þingeyri. Annað kvöld, föstudaginn 27. mars, stendur til að setja upp leikmynd fyrir leikritið og er leitað að áhugasömum Dýrfirðingum í verkið. Þeir sem vilja leggja hönd á plóg eru beðnir um að mæta í félagsheimilið kl. 20.