21.06.2010 - 20:25 | Tilkynning
Leikjanámskeið Höfrungs hefjast á morgun
Íþróttafélagið Höfrungur stendur fyrir nokkrum leikjanámskeiðum í sumar og það fyrsta hefst á morgun, 22. júní. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 6 - 13 ára og er hvert þeirra í tvær vikur í senn. Hvert námskeið kostar 3000 kr. en veittur er systkinaafsláttur. Allir aldurshópar (þe. 6-13 ára) eru beðnir um að mæta á gervigrasvöllinn við Grunnskólann kl. 13:00 á morgun. Nánari tímasetning um hvern aldurshóp fyrir sig verður auglýst þegar líða tekur á vikuna. Brynhildur Elín Kristjánsdóttir mun hafa umsjón með námskeiðunum fyrstu vikuna en svo mun Emil Gunnarsson taka við.
Vonumst til að sjá sem flesta!
Íþróttafélagið Höfrungur
Vonumst til að sjá sem flesta!
Íþróttafélagið Höfrungur