31.01.2015 - 08:46 | bb.is,BIB
Launamál hjá Vísi á borð VerkVest
Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélag Vestfirðinga, segir að ábendingar hafi borist um að starfsfólk Vísis hf. á Þingeyri hafi ekki fengið greidd laun í samræmi við kjarasamninga. „Talsvert af fólki hefur haft samband við okkur í dag og segir að það sé verulegur munur á útborguðum launum frá því sem verið hefur. Við erum búin að kanna þetta hjá okkar lögmönnum og í ljósi þess ætlum við að funda með starfsfólki á mánudag,“ segir Finnbogi.
Öllum starfsmönnum var sagt upp um áramót og engin vinnsla hefur verið á Þingeyri frá því fyrir jól. Finnbogi segir alveg skýrt í ákvæðum kjarasamninga að á uppsagnarfresti á starfsfólk rétt til allra ráðningarsamningsbundinna og kjarasamningsbundinna launa og kjara. „Fólkið hefur ekki fengið launaseðla í hendur og því erfitt að segja til um hvort rétt hafi verið staðið að launagreiðslum, en við vonum að launaseðlar verði komnir í hús á mánudag,“ segir hann.
Öllum starfsmönnum var sagt upp um áramót og engin vinnsla hefur verið á Þingeyri frá því fyrir jól. Finnbogi segir alveg skýrt í ákvæðum kjarasamninga að á uppsagnarfresti á starfsfólk rétt til allra ráðningarsamningsbundinna og kjarasamningsbundinna launa og kjara. „Fólkið hefur ekki fengið launaseðla í hendur og því erfitt að segja til um hvort rétt hafi verið staðið að launagreiðslum, en við vonum að launaseðlar verði komnir í hús á mánudag,“ segir hann.