A A A
  • 1972 - Edda Björk Magnúsdóttir
  • 1980 - Erna Höskuldsdóttir
  • 1998 - Dýrleif Arna Ómarsdóttir
26.04.2017 - 21:40 | Vestfirska forlagiđ,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

LISTAHÁSKÓLANEMAR Í GÖMLU SMIĐJUNNI

Róbert Daníel Kristjánsson ađ steypa verk eftir nemendur úr myndlistardeild og vöruhönnunardeild í Listaháskóla Íslands. Frá vinstri: Alma Balmes, Signý Jónsdóttir, Rúna Thors (kennari), Inga Kristín Guđlaugsdóttir, Sylvía Lind Jóhannesdóttir, Íris Indriđadóttir. Mynd: Carl Boutard
Róbert Daníel Kristjánsson ađ steypa verk eftir nemendur úr myndlistardeild og vöruhönnunardeild í Listaháskóla Íslands. Frá vinstri: Alma Balmes, Signý Jónsdóttir, Rúna Thors (kennari), Inga Kristín Guđlaugsdóttir, Sylvía Lind Jóhannesdóttir, Íris Indriđadóttir. Mynd: Carl Boutard

Vélsmiðja Guðmundar Sigurðssonar er eitt af krúnudjásnum Dýrafjarðar.

Smiðjan var stofnuð af Guðmundi árið 1913 og í henni ráku svo hann og síðast sonur hans Matthías vélsmiðjuna allt til ársins 1995. Síðan þá hafa helstu innanbúðarmenn í smiðjunni sem slíkri verið Kristján Gunnarson vélsmiður og Róbert Daníel sonur hans, sem hafa viðhaldið handverkinu við að steypa í mót upp á gamla mátann.

Byggðasafn Vestfjarða tók við varðveislu smiðjunnar árið 2014. Þá var fljótlega farið að kanna hina ýmsu möguleika á að hafa smiðjuna áfram í rekstri og var m.a. haft samband við Listaháskóla Íslands og möguleikar smiðjunnar kynntir til kennslu og listsköpunar í myndlist og hönnun.

Hafa nú nemendur í myndlistar- og vöruhönnunardeild LHÍ verið við störf í smiðjunni frá því á föstudag og verða þeir út þessa viku. Hópurinn sem dvelur á Þingeyri telur 16 nemendur og er von á öðrum hópi næsta haust og vonir bundnar við að samstarf safnsins við listaháskólans verði til framtíðar.

Nemendahópurinn hefur sannarlega sett svip sinn á bæjarbraginn á Þingeyri og var til að mynda í gærkvöldi opið hús í félagsheimilinu þar sem íbúum gafst kostur á að bera augum það sem listnemarnir hafa unnið að í smiðjunni. Mikið fjör var í félagsheimilinu en harmonikkuklúbburinn sem æfir saman á þriðjudögum yfir vetrarmánuðina var með lifandi tónlist sem rann ljúft ofan í mannskapinn.


« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31