A A A
Feðginin Helgi Árnason og Kristín Þórinn Helgadóttir.
Feðginin Helgi Árnason og Kristín Þórinn Helgadóttir.
« 1 af 4 »

Dýrfirðingurinn  Kristín Þórunn Helgadóttir á Þingeyri fékk frumkvöðlaverðlaun Ísafjarðarbæjar.

Viðurkenningin var afhent í gær, 2. janúar 2014, í Vélsmiðju Guðmundar Sigurðssonar á Þingeyri.

 

Fjöruperlur dýrfirsku listakonunnar Krístínar Helgadóttur eru kannski ekki perlur í hefðbundnum skilningi heldur dýrindis skartgripir úr vestfirsku klóþangi.

 

Kristín tínir sjálf þangið, snyrtir það síðan og þurrkar. Eftir að hún hefur pússað það og sett saman í hálsmen eða eyrnalokka  þá eru þetta gullfallegir skartgripir og hver „perla“ er sérstök.

 

Kristín segir sjálf að hún hafi oft hugsað mér sér þegar hún var á gangi í fjörunni hvort  ekki væri hægt að gera eitthvað úr þessu þangi sem var svona listilega hannað af móður náttúru. Hún fór að safna þessum kúlum og gerði sér hálsmen með einni kúlu. Fyrir röð tilviljana sem allar byggðust á athyglinni sem hálsmenið góða fékk er Kristín orðin skartgripaframleiðandi.

Myndirnar eru af Facebook-síðu Matthildar Helgadóttur Jónudóttur.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30