A A A
  • 1935 - Guđmundur Ingvarsson
  • 1949 - Susan Jane Eddy
  • 1964 - Ingibjörg Ósk Vignisdóttir
  • 1980 - Hulda Hrönn Friđbertsdóttir
  • 2003 - Ólafur Ţór Ólason
18.08.2015 - 17:03 | Hallgrímur Sveinsson

Krían kveđur okkur í dag!

Kría. Ljósm.: Davíđ Davíđsson.
Kría. Ljósm.: Davíđ Davíđsson.
« 1 af 2 »

Dagurinn í dag, 18. ágúst, er kríudagur. Þá tekur þessi langföruli farfugl sig upp og flýgur alla leið til Suðurskautsins. Svo segja þeir gömlu. Og það eru orð að sönnu. Hún kvaddi í dag bæði á Hrafnseyri og Auðkúlu.

    Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían, eða 35 þúsund km. Og þessa vegalengd fer hún tvisvar á ári. Krían er eini fulltrúi ættar sinnar með fastan þegnrétt hér á landi. Hún er spengilegur og tígulegur fugl, nokkru minni en hettumáfur og mun mjóslegnari og rennilegri.

   Krían er afbragðs flugfugl, hún andæfir yfir vatni og steypir sér síðan eldsnöggt niður eftir síli. Hún er þekkt fyrir öflugan lofthernað í varplandi sínu og ver ekki aðeins eigin afkvæmi fyrir ræningjum, heldur njóta aðrir fuglar einnig góðs af að verpa í nágrenni hennar, til dæmis æðarfuglinn. Krían er mjög félagslynd og á sífelldu iði og amstri. 

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30