A A A
12.05.2012 - 15:11 | JÓH

Koltra óskar eftir starfskrafti

Síðasta sumar var handverkshópurinn til húsa í Gamla Kaupfélaginu. Mynd: JÓH
Síðasta sumar var handverkshópurinn til húsa í Gamla Kaupfélaginu. Mynd: JÓH
« 1 af 2 »
Handverkshópurinn Koltra óskar eftir starfskrafti til að annast daglegan rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Þingeyri. Um er að ræða vinnu alla virka daga frá 1. júní til 31. ágúst 2012, 8 klukkutíma hvern dag. Í starfinu felst meðal annars upplýsingagjöf og svörun fyrirspurna innlendra og erlendra ferðamanna, upplýsingagjöf til fyrirtækja í ferðaþjónustu á svæðinu og utan þess, söfnun upplýsinga um hvers konar ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og sala á handverki Koltru. Í auglýsingu frá Koltru kemur fram að æskilegt sé að viðkomandi hafi góða málakunnáttu á ensku, norðurlandamáli og þýsku. Jafnframt þarf viðkomandi að hafa góða þjónustulund, vera traustur og skipulagður, og geta unnið sjálfstætt. Frestur til að sækja um starfið er til 20.maí og umsóknum ber að skila til Borgnýjar Gunnarsdóttur á Aðalstræti 57, 470 Þingeyri.

Síðasta sumar var Koltra til húsa í Gamla Kaupfélaginu á Vallargötu. Handverkshópurinn sótti hins vegar nýverið um afnot af Salthúsinu undir starfsemi félagsins. Beiðnin var tekin fyrir á bæjarráðsfundi 7.maí sl. og var erindinu vísað áfram til sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs til frekari skoðunar.

 


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30