A A A
  • 1936 - Jóhanna Jónsdóttir
  • 1976 - Birna Kristín Ómarsdóttir
  • 2001 - Patrik Örn Sigurđsson
11.03.2015 - 20:55 | Vestfirska forlagiđ

Kaup kaups

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
« 1 af 2 »

Ísfirðingurinn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var alþingismaður, ráðherra og formaður Alþýðubandalagsins um hríð áður en hann var kjörinn forseti lýðveldisins árið 1996. Áður hafði Ólafur verið í Framsóknarflokknum og kom þaðan til liðs við Alþýðubandalagið. Miklar deilur höfðu verið í Framsókn og fór Ólafur Ragnar fyrir svonefndri Möðruvallahreyfingu innan flokksins. Hún gerði usla í flokknum og var til ófriðar. Ekki voru allir allaballar ánægðir með sendinguna frá Framsókn og jafnan stóð styr um Ólaf Ragnar í Alþýðubandalaginu.

 

Kristinn Halldór Gunnarsson, Kiddi sleggja, var kjörinn á þing fyrir Alþýðubandalagið á Vestfjörðum 1991 og aftur 1995. Hann hafði verið bæjarfulltrúi flokksins í Bolungarvík frá 1982. Ekki þótti Sleggjan rekast vel í flokki í Alþýðubandalaginu.

 

Kristinn sagði sig úr þingflokki Alþýðubandalagsins á haustdögum 1998 og gekk til liðs við Framsóknarflokkinn. Þá hringdi Svavar Gestsson, fyrrum formaður flokksins, ráðherra og alþingismaður, í Halldór Ásgrímsson, formann Framsóknarflokksins, og sagði: Dóri minn, ég óska

þér til hamingju með Kristin. Nú teljum við fullhefnt fyrir að þið senduð okkur Ólaf Ragnar á sínum tíma.

 

Úr bókinni -Vestfirskir stjórnmálamenn í blíðu og stríðu-

Vestfirska forlagið gaf út fyrir jólin 2014

« Apríl »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30