A A A
  • 1929 - Jónas Ólafsson
01.01.2016 - 20:39 | Morgunblađiđ,BIB

Karlakór Reykjavíkur fagnar 90 ára afmćli

Karlakór Reykjavíkur.
Karlakór Reykjavíkur.
« 1 af 5 »
90 ár verða liðin frá stofnun Karlakórs Reykjavíkur á sunnudaginn, 3. janúar 2015, og mun kórinn minnast tímamótanna með ýmsum hætti á árinu.

Á afmælisdaginn syngur hann ásamt Kór eldri félaga Karlakórs Reykjavíkur við hátíðarmessu í Háteigskirkju sem verður útvarpað á Rás 1.

Síðar sama dag verður stutt athöfn í Fossvogskirkjugarði þar sem kórmenn, bæði eldri og yngri, og makar þeirra minnast stofnanda kórsins, Sigurðar Þórðarsonar tónskálds frá Gerðhömrum í Dýrafirði, við leiði hans og Áslaugar Sveinsdóttur frá Hvilft í Önundarfirði, eiginkonu hans. Lagður verður blómsveigur á leiðið og einkennislag kórsins, „Ísland, Ísland, eg vil syngja“, flutt en það lag samdi Sigurður við ljóð Huldu. Að því loknu syngur kórinn „Lofsöng“ Sveinbjörns Sveinbjörnssonar og Matthíasar Jochumssonar.

Kórinn hefur farið víða á þeim 90 árum sem hann hefur verið starfandi, m.a. til Kína árið 1979 þar sem hann söng fyrstur vestrænna kóra eftir menningarbyltinguna.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 31. desember 2015.

« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31