A A A
  • 1928 - Unnur Hjörleifsdóttir
01.05.2016 - 21:32 | Hallgrímur Sveinsson

Kári Eiríksson listmálari látinn

Kári Eiríksson.
Kári Eiríksson.

Kári Eiríksson, listmálari, lést í gær, 30. apríl 2016. Kári var fæddur 13. febrúar 1935 á Þingeyri. Hafði hann búið hjá Eiríki bróður sínum á Felli all mörg síðustu ár.

   Kári nam við Handíða- og myndlistaskóla Íslands, Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn, Listaakademíuna í Florens auk þess sem hann var við nám og listsköpun um eins árs skeið í Mexíkóborg og New York. Fyrsta sýning hans var í húsi Dantes í Flórens árið 1958, en hér heima sýndi hann fyrst í Listamannaskálanum í Reykjavík næsta ár á eftir, 1959.

   Kári Eiríksson var listamaður með langa og litríka sögu að baki. Hann var einn af kunnustu listmálurum landsins og hafa verk hans farið víða. Meðal annars er eitt verka hans, sem hann málaði 17 ára gamall, í Hrafnseyrarkirkju.   

« Júní »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30