A A A
28.03.2011 - 22:02 | bb.is

Karen Lind í öđru sćti

Stúlkurnar tíu sem tóku ţátt í keppninni. Mynd: bb.is
Stúlkurnar tíu sem tóku ţátt í keppninni. Mynd: bb.is
« 1 af 2 »
Ingunn Fanney Hauksdóttir, 19 ára mær frá Ísafirði, var krýnd ungfrú Vestfirðir í Félagsheimilinu í Hnífsdal á laugardag. Ingunn Fanney býr um þessar mundir í Keflavík ásamt foreldrum sínum og stundar nám á viðskiptafræðibraut við Verzlunarskóla Íslands. Það var Gréta María Kristinsdóttir, Ungfrú Vestfirðir 2007, sem krýndi Ingunni Fanney. Karen Lind Richardsdóttir, 21 árs frá Þingeyri, varð í öðru sæti og Bylgja Dröfn Dal Magnúsdóttir, 19 ára frá Ísafirði, varð í þriðja sæti. Inga Sif Ingvadóttir, 20 ára frá Suðureyri, var valin vinsælasta stúlkan í kosningu sem fór fram meðal keppenda. Þá var Rósey Ósk Stefánsdóttir, frá Ísafirði, kjörin ljósmyndafyrirsæta, Erla Sighvatsdóttir, frá Dýrafirði, sportstúlkan og fegurðardrottningin sjálf var einnig kjörin netstúlkan.

 

Óhætt er að segja að mikil spenna hafi legið í loftinu þegar dómnefnd var að störfum, en tíu stúlkur kepptu um titilinn eftirsótta og er það metþátttaka. Í dómnefnd sátu Guðrún Möller, Ungfrú Ísland árið 1982, Ásdís Svava Hallgrímsdóttir sem hafnaði í öðru sæti í Ungfrú Ísland árið 2006 og var fulltrúi landsins í keppni um titilinn Ungfrú heimur og Ungfrú Evrópa, Thelma Ólafsdóttir, eigandi tískufataverslunarinnar Monró, Árni Heiðar Ívarsson, einkaþjálfari og íþróttakennari og Thelma Elísabet Hjaltadóttir, blaðamaður Bæjarins besta og bb.is.

 

Um keppnina að þessu sinni sáu Svala Sif Sigurgeirsdóttir, en hún tók þátt í ungrú Vestfjörðum árið 2007 og hreppti þá titilinn vinsælasta stúlkan auk þess sem hún var kjörin netstúlkan, og Karen Ingvadóttir, eigandi og vert á Langa Manga á Ísafirði.

« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31