A A A
13.01.2016 - 15:37 | Höfrungur

Kardemommubærinn á Þingeyri

Kæru vinir, gleðilegt frábært ár. Leikdeild Höfrungs er í stuði einsog ávallt og nú erum við að leggja í nýtt leikævintýri. Við ætlum nefnilega að setja upp eitt vinsælasta leikrit á Íslandi fyrr og síðar. Nefnilega Kardeommubæinn. Æfingar hefjast 6. febrúar og frumsýnt verður laugardaginn 19. mars.


Kynningarfundur fyrir uppfærsluna á Kardemommubænum verður haldin í Stefánsbúð laugardaginn 16. janúar kl.13.30. Allir velkomnir, hvort sem þú vilt leika, smíða, sminka, gera búninga eða  bara forvitnast um verkefnið.


Velkomin í Kardemommubæ í Stefánsbúð laugardaginn 16. janúar kl.13.30.


Leikdeild Höfrungs Þingeyri

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31