A A A
  • 1928 - Unnur Hjörleifsdóttir
01.04.2017 - 06:12 | Hallgrķmur Sveinsson,Vestfirska forlagiš

Kanadķskir gullgrafarar į ferš: - Fundu vinnanlegt gull į Galtardal ķ Dżrafirši!

Galtardalur er undir snjó eins og sjį mį į myndinni, enda ekki veriš aš grafa žar eftir gulli ķ dag, hvaš sem veršur į sumri komanda.  Ljósm.: H. S.
Galtardalur er undir snjó eins og sjį mį į myndinni, enda ekki veriš aš grafa žar eftir gulli ķ dag, hvaš sem veršur į sumri komanda. Ljósm.: H. S.

Eins og eiginlega allir ættu að vita, er Tjaldanesfellið í Auðkúluhreppi í Arnarfirði elsta megineldstöð á Vestfjörðum. A. m. k. 16 milljón ára gömul. Fyrir all mörgum árum fundu kanadískir gullgrafarar gull í fellinu og tóku þeir sýnishorn með sér til Kanada. Komu Íslendingar þar nokkuð við sögu. Ekki reyndist gullið nægilega mikið pr. tonn af grjóti til að það borgaði sig að vinna það þá. Þess er að minnast að Tjaldanesfellið má heita einn líparítköggull eða svokallað ljósgrýti og gerist það ekki meira á Vestfjörðum.

    Eins og kunnugt er, ná rætur Tjaldanesfellsins yfir í Galtardal í Dýrafirði, sem er í eigu Ísafjarðarbæjar. Kanadísku gullgrafararnir voru aftur á ferðinni í haust og grófu eftir gulli í svokölluðu Imbuhorni sem er gangur út frá Tjaldnesfellinu, Galtardalsmegin.

Í fyrradag kom skeyti frá Canadian Mining Co. til umboðsmanna þeirra í Dýrafirði. Er skemmst frá því að segja að þeir sögðust vera mjög spenntir yfir þessum sýnishornum sem þeir höfðu í höndum. Telja þeir mjög líklegt að í Imbuhorni sé nægjanlegt gull til að vinnsla borgi sig. Það fer þó mikið eftir gengi kanadíska dollarans að sögn. Skýrt verður nánar frá þessu máli hér á Þingeyrarvefnum eftir því sem tekst að toga fréttir af því út úr umboðsmönnunum.

   Það skal tekið fram, að Galtardalur er í landi Sanda, sem Ísafjarðarbær telst nú eigandi að. Þar stóð áður Sandakirkja og kirkjugarður ásamt fleiri mannvirkjum. Er fjallað um það  mál allt í Vestfirskum sögnum, 4. hefti, sem Vestfirska forlagið mun endurprenta á næstunni.    

     

« Jśnķ »
S M Ž M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30