A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
04.04.2015 - 20:58 | Emil Ragnar Hjartarson,BIB

Jónas Hallgrímsson í Dýrafirði

Jónas Hallgrímsson
Jónas Hallgrímsson
« 1 af 3 »

Átjánda ágúst árið 1840 fer Jónas Hallgrímsson, náttúrufræðingur og skáld, yfir Hrafnseyrarheiði til Dýrafjarðar á rannsóknarferð. Hann ríður fyrir ofan garð á Þingeyri, kemur ekki þar við, en heldur rakleitt inn í botn þar sem hann setur upp tjaldið "Hrauk" sem hann kallar svo.

Hvers vegna kemur hann ekki við á Þingeyri?
Það vitum við auðvitað ekki en getum má leiða að því að hann hafi ekki kært sig um að hitta faktorinn "Þann úlfgráa hund" sem hann kallar eða fa
ktorsfrúna hana Kristjönu frá Landakoti við Reykjavík, konuna sem hann "harmaði alla daga" Fyrsta Reykjavíkurveturinn sinn, orðinn skrifari landfógeta, varð Jónas alvarlega ástfanginn af þessari konu, Kristjönu Knudsen og orti til hennar mörg ástarljóð. Hann mun hafa beðið hennar en vísað frá. Hún var "að frænda ráði" gefin sér miklu eldri manni Edward Thomsen sem m.a. var faktor á Þingeyri. Margt bendir til að minningin um Kristjönu hafi sótt á Jónas fram á hinsta dag .

Frásögnin af norðurferð hans og Þóru Gunnarsdóttur og sögð var í útvarpinu í gærmorgun er ekki annað en afskaplega hugljúft ævintýri. Jónas minnist aldrei einu orði á Þóru, hvorki í bréfum né dagbókum. og rúmu ári eftir ferðina hefur hann upp bónorð við Kristjönu Knudsen Hins vegar var þessi heimferð úr skóla í fylgd Þóru og hennar fjölskyldu kveikjan að því yndislega kvæði "Ferðalok" sem Jónas yrkir á síðustu árum ævi sinnar þegar hann lítur til baka og sér þessa ferð í rómantískum bjarma fjarlægðarinnar. Þetta er niðurstaða þeirra sem mest hafa rannsakað ævi Jónasar og skáldskap.
Mér þótti vænt um hið geðþekka ævintýri um norðurferðina og finnst óþarfi að skemma góða sögu með sannleikanum !!!

p.s.
Gaman að geta þess (sem þið vitið auðvitað) að Þóra Gunnarsdóttir var móðursystir Hannesar Hafstein.

 

Af Facebook-síðu Emils Ragnars Hjartarsonar,  f.v. skólastjóra á Flateyri, skráð þann 3. apríl 2015

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31