A A A
  • 1946 - Zbigniew Jan Jaremko
  • 1973 - Jón Siguršson
Jón Žorsteinn Siguršsson.
Jón Žorsteinn Siguršsson.
« 1 af 2 »
Jón Þorsteinn Sigurðsson fæddist á Rana við Hvamm í Dýrafirði 22. janúar 1920. Hann lést á dvalarheimilinu Tjörn á Þingeyri 4. maí 2015.

Foreldrar Jóns voru Sigurður Jónsson, f. 10.7. 1888, d. 11.3. 1941, frá Næfranesi við Dýrafjörð, og Margrét Arnfinnsdóttir, f. 21.6. 1895, d. 14.1. 1969, frá Lambadal við Dýrafjörð. Jón var fjórða barn foreldra sinna en þau eignuðust níu börn.

Eftirlifandi bræður Jóns eru þeir: Jóhann Sigurlíni, f. 8. júlí 1928, og Gunnar, f. 6. maí 1930.

Eftir fæðingu Jóns fluttust foreldrar hans að Botni í Dýrafirði, en árið 1925 flytjast þau í Lambadal innri, eftir að snjóflóð féll í Botni. Bjuggu þau í Lambadal innri til ársins 1938 er þau fluttu í Hvamm.

Jón kvæntist Guðbjörtu Halldóru Vagnsdóttur frá Arnarfirði árið 1953 og eignuðust þau sex börn, þau eru: Sigrún, Margrét Ingibjörg, Sigurður Pétur, Jónína Sólveig, Ólafur Ragnar og Arnfinnur Auðunn.

Barnabörn Jóns eru níu og barnabarnabörnin átta.

Jón og Halldóra hófu sína sambúð á Brekku en fluttust að Hvammi árið 1956 og bjuggu þar til ársins 1962 er þau fluttust til Þingeyrar.

Jón var sjómaður og fór á sína fyrstu vetrarvertíð 14 ára árið 1934 og lét ekki af sjómennsku fyrr en 1981. Eftir það gekk hann í þau störf sem voru í boði, fiskvinnslu, slátrun og öll almenn verkamannastörf.

Árið 2005 flutti Jón í þjónustuíbúð fyrir aldraða á Tjörn og síðar hjúkrunardeildina árið 2013 þar sem hann dvaldi þar til hann lést.

Útför Jóns Þorsteins var gerð frá Þingeyrarkirkju í gær, laugardaginn 16. maí 2015

 

Morgunblaðið.

« Maķ »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31